Fréttir frá Íslandi - 01.01.1872, Blaðsíða 28

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1872, Blaðsíða 28
28 MENNTUN. Af öðrum b ó k u m, er komið hafa út á íslenzku næstliðið ár, eru fáar teljandi, en þó skal geta hinna helztu : t, Nýja sag- a n, eptir Pál Melsted, (fyrri partur þriðja heptis), géfin út í Reykjavik af hinu íslenzka bókmenntafjelagi; bók þessi hefur á- unnið sjer almennings lof, og þykir einkum snilldarverk að lipr- um frásagnarstýl og fögru máli. 2, Kennslubók í goðafrœði Grikkja og Uómverja eptir Stoll, þýdd á íslenzku af Stein- grími Thorsteinson og gefin út í Kaupmannahöfn af hinu íslenzka bókmenntafjelagi; þessi bók hefur fyllt skarð í bókmenntum vorum, þar sem engin goðafrœði hefur áður verið til á íslenzka tungu; bók þessi hefur fengið álit erlendis, og hin íslenzka þýðing er mjög vönduð, og skarar fram úr flestum þýðingum að mállegri fegurð. 3, Varabálkur eptir Sigurð Guðmundsson frá Heiði ( Skagaflrði (Akureyri); bók þessi er mestmegnis heilræði í Ijóðum; þau eru kveðin af gömlum bón-da og þykja heldur vel kveðin. 4, Ljóð- mæli Kristjáns Jónssonar (Reykjavík); mörg af kvæðum þessum eru frábær að djúpum hugsunum og næmum tilfmning- um í fögrum og skáldlegum búningi, en á bak við liggur víða myrk og eyðileg lífsskoðun, er efast um allt, trúir engu, vonar einskis, skoðar lífið sem dauða, og tilveruna sem ekkert. Jafn- vel þótt þessi skuggalega lífsskoðun hafi fœlt margan mann frá kvæðum þessum, eru þó sum þeirra talin með hinu bezta, er kveðið hefur verið á íslenzkri tungu. 5, Nýársnóttin, leikur eptir Indriða Einarsson (Akureyri); leikur þessi hefur nýja stefnu í skáldskap íslendinga, þar sem þjóðtrúin er þar að öllu leyti lögð til grundvallar, sem áður hefur aldrei verið í íslenzkum skáld- skap. I’ar er álfalíflnu lýst mjög vel frá einni hlið. Frágang- urinn á skáldriti þessu er miður vandaður, en margt í því ber vott um mikla skáldskaparhœfilegleika hjá höfundinum, sem er ungur maður og hefur eigi fyr látið til sín heyra. 6, Manna- m u n u r, skáldsaga eptir Jón Mýrdal (Akureyri). Skáldsögur eru slík fágæti í íslenzkum bókmennlum, að það er meir en meðalnýlunda, þegar einhver þeirra kemur út, þótt hún sje sjálf varla í meðallagi; að því er snerlir skáldsögu þessa, þá er hún að mörgu leyti vel samin og er fremur til prýði en vansaívorum fátoeku bókmennt- um. — þessar bœkur, er hjer hafa verið taldar, eru hinar helztu, er komið hafa út á íslenzku næstliðið ár, auk hinna árlegu skýrslna og tíðinda, er eigi teljast meðal bókmennta í eiginlegum skiln-

x

Fréttir frá Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.