Fréttir frá Íslandi - 01.01.1872, Síða 4

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1872, Síða 4
4 LANDSTJOKN. eða er sjúkur eða fjarverandi, og konunglega auglýsing 18. nóvember 1871, um það, að ríkisstjórn skuli falin á hend- ur rikisarfanum í fjarvist konungs. Lögin 11. febr. 1871, sem hjer eru birt, voru eigi sýnd síðasta alþingi nje birt nokkurstaðar á íslandi fyr en nú. 2, Auglýsing frá lögstjórnarráðherranum, dagsett 21. febrúar 1872, um heimting á gjaldi því, sem fyrir er mælt um í tilskipun um stofnun búnaðarskóla á íslandi 12. febr. 1872. 3, Auglýsing frá lögstjórnarráðherranum, dagsett 3. maí 1872, um póstmál á íslandi, samkvæmt þvi, sem ráðgjört er í til- skipuninni um póstmál á íslandi 26. febr. 1872. Frá dómnm og dómsmálum á íslandi næstliðið ár er fátt að telja til tíðinda. Mál þau, er dœmd hafa verið á þessu tímabili, virðast eigi að hafa verið mörg, og fá þeirra merkileg eða þýðingarmikil. Eigi er unnt að greina tölu þeirra mála, er dœmd hafa verið í hjeruðum; en f landsyflrrjetti voru dœmd 21 mál; af þeim voru 8 prívatmál, en 13 sakamál og lögreglumál. Meðal mála þeirra, er dœmd voru í landsyfirrjetti, eru einkum 2, sem geta má um. Annað þeirra reis af þvl, að fyrverandi yfirdómari Benedikt Sveinsson á Elliðavatni gaf út athugasemdir við fullnaðardóm landsyfirrjeltarins í málinu milli hans sjálfs og Thomsens kaupmanns i Reykjavík um vainsveitingar og laxveiði i Elliðaánum; í athugasemdum þessum bar hann þær sakir á dómarana i yfirrjetlinum, að þeir hefðu af fávizku eða skeyting- arleysi eða ásettu ráði snúið við og umhverft málinu með ó- sannindum, rangfœrslu og afglöpum. Rjettvísin höfðaði mál gegn Benedikt fyrir sakargiptir þessar, og var hann dcemdur í 100 rd. sekt i undirrjetti; hann skaut málinu til yfirrjettar; var þá settur nýr yfirrjettur, en bann dœmdi á sömu leið og stað- festi dóm undirrjettarins1. Hitt málið reis af því, að ritstjóri Jón Ólafsson ljet prenta blað eitt í nýrri prentsmiðju, er yfir- dómari Benedikt Sveinsson bafði stofnað á Elliðavatni, án þess að leyfi stjórnarinnar hefði verið fengið til prentunarinnar. Fyrir tiltceki þetta var mál höfðað gegn ritstjóranum, og var hann dcemdur í 100 rd. sekt, fyrst í undirrjetti og síðan i yfirrjetti2. 1) í hæstarjetti er Benedikt nú dcenádur sýkn af ákærum rjett- visiunar i máli þessu. 2■) Hæstirjeltur hefur nú staðfest dóm yfirrjettarins.

x

Fréttir frá Íslandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.