Fréttir frá Íslandi - 01.01.1872, Blaðsíða 14

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1872, Blaðsíða 14
14 ATVINNOVEGIIí. norðan Húsavík; önnur lá í norðanverðum höfðanum fyrir norð- an bœinn, og var hitinn svo mikill í henni, að upp úr henni rauk stöðugt í 4 sólarhringa; sumstaðar lagði bláa brennisteins- gufu upp úr sprungunum, og sumstaðar eldsloga ; nokkrir lækir porrnuðu upp eða hurfu niður í jörðina, en ár allar þar í grennd urðu jökullitar. Jarðskjálftar þessir fundust víða norðanlands, en hvergi ollu þeir skemmdum að mun nema á Húsavík; bœir þeir, er hrundu þar að fullu og öllu, voru 23; meir en 100 manna urðu húsvilltir, og margir höfðu þar að auki beðið mikið tjón á eigum sínum. Jarðskjálfta varð vart við og við fram eptir vorinu, en engir urðu þeir stórkostlegir og ollu engu tjóni. Um haustið varð aptur víða um land vart við kippi, en eigi svo að kvæði. Nú er að minnast lítið eitt á a t v i n n u v e g i n a, og þá er það jarðarrœktill, sem kemur fyrst til greina. Af j a r ð a- bótum er œrið fátt að segja, og miðar þeim minna áfram en skyldi og búast mætti við, þar eð þær að svo miklu leyti eru undirstaða og skilyrði fyrir framförum í öllum landbúnaði. Eins og undanfarin ár hefur og næstliðið ár verið mest rœkt lögð við v a t n s v e i t i n g a r. Þess má geta sem framfara í þeirri grein, að Magnús bóndi Jónsson í Bráðræði við Reykjavík fjekk sjer vatn s v e i tin gamy 1 n u hjá hinu danska landbúnaðar- fjelagi; reyndi hann hana á engi sínu og þótti hún bera góðan árangur. þrátt fyrir hinar litlu jarðabœtur, sem gjörðar hafa verið, var þó heyskapurinn hvervetna í betra lagi næstliðið ár, og sumstaðar ágætur; olli því veðurblíðan og hið ágæta árferði. Reyndar byrjaði vorið seint í sumum sveitum, en þegar það kom, þá þaut gras upp á skömmum tíma, og þar einna mest, er snjór hafði legið lengst yfir. Rigningaleysið dró nokkuð úr grasvextinum, en hitinn var aptur nógur, og sumstaðar jafnvel of mikill; var það eigi óvíða, að jarðvegurinn sviðnaði og gras skrælnaði af of miklum hita. Eigi að síður spratt harðvelli að jafnaði betur en mýrar og votlendar engjar. Sláttur byrjaði al- mennt í fyrra lagi. Rigniugar og óþurrkar um sláttinn spilla opt góðum heyskap á íslandi, svo að það kemur að litlu gagni, þótt jörð sje vel sprottin, en nú voru þar á móti sífelldir þurrk- ar meginið af slæltinum, og varð því nýting á heyjum hin bezta

x

Fréttir frá Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.