Fréttir frá Íslandi - 01.01.1872, Blaðsíða 25

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1872, Blaðsíða 25
ATVÍNNUVEGIK. 25 kostnaðarsamar; ferðir þessar ljettu og mjög fyrir öllum vöru- flutningi og öðrum sendingum milli hafna þeirra, er skipið fór í milli. í’að kom til orða næstliðið ár, að leggja frjettaþráð (telegraff) yfir ísland, og í því skyni voru dönsk herskip látin kanna hafið fyrir sunnan land, og gjöra áætlun um, hvar hent- ugast mundi að leggja hann. Eigi er enn kunnugt, hvern á- rangur rannsóknir þessar höfðu, eða hvað máli þessu líður. t*að er auðsætt, hve ómetanlegt gagn íslandi yrði að slíku, ef það kcemist á, ekki sízt í verzlunarefnum, því að þá fyrst mundu ís- lendingar geta rekið sjálfir verzlun sína með fullu afli; en með- an frjettaþráður kemst eigi á, þá geta þeir eigi haft nógu greið viðskipti við skiptamenn sína erlendis, og eigi nógu fljótt fengið fregnir af, hvernig verzlun hagar og verðlag breytist þar á hverj- um tíma. í’egar litið er á verzlun íslendinga næstiiðið ár, þá verður eigi annað sagt, en að hún hafi verið allblómleg, og er það ó- líkt því, er var fyrir nokkrum árum; margt stendur að vísu enn til bóta í þeim efnum sem öðrum, en hjer er þó veruleg fram- för; á hin fcerandi fjelagsverzlun góðan þátt í því. Sumir ís- lendingar eru mótfallnir hinni fœrandi fjelagsverzlun og álíta hana gagnslausa, þar eð þeir hyggja, að þegar stundir líðafram, muni scekja f sama horf sem áður, og verzlunin komast öll í hendur einstakra manna, er þá leggi nýja einokun á; en þó að svo yrði, þá hefur þó verzlun þessi komið íslendingum á þann rekspöl, að varla er unnt, að þeir gætu þolað slíkt til lengdar upp frá þessu. iðnaði landsmanna hefur nokkuð þokað áfram næstliðið ár, en varla .svo, að í frásögur sje fœrandi. Húsagjörð, skipa- gjörð, smíðar, hannyrðir o. s. frv. hafa tekið nokkrum bótum. Ýms ný verkfœri og áhöld til iðnaðar hafa verið fengin frá öðr- um lönduin; þar til má nefna skozka ljái, er víða hafa ver- ið fengnir og hafðir á greiðfœr tún og engjar; til þess má og telja v a t n s v e i t i n g a r m y 1 n u þá, er fyr var getið. Geta má og þess, að maður einn á Austfjörðum, að nafni Jónas Sí- monarson, smiðaði sjálfur vatnsveitingavjel af hugviti sínu. A hina norrœnu iðnaðarsýningu, erhaldin var í Kaup- mannahöfn næstliðið sumar, voru ýmsir íslenzkir munir sendir til sýningar, og þóttu margir þeirra vel vandaðir; sjer-

x

Fréttir frá Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.