Fréttir frá Íslandi - 01.01.1872, Blaðsíða 15

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1872, Blaðsíða 15
ATVtNNIJVEGIU 15 um allt land, einkum um túnasláttinn og sömuleiðis talsvert framan af engjaslætti. Þó varð heyskapurinn endasleppur sum- staðar, einkum austanlands, og ollu því rigningarnar og votviðr- in, sem gengu síðari hluta septembermánaðar. Heybirgðir manna undir veturinn voru þrátt fyrir það í bezta lagi, eigi að eins að vöxtum, heldur og einnig að gœðum. Iíályrkja og kartöflurœkt heppnaðist víðast í bezta lagi. Hafrar ogbygg spruttu einnig vel, þar sem þeim hafði verið sáð. Melurinn í Skaptafellssýslu spratt einnig vel, en eyddist af stormum. Af fjnmektinnl er fátt að segja. Að því er sauð- fjárrœktina snertir, þá gekk hún nokkuð misjafnt næstliðið ár. Sauðfjenaðarhöld reyndust allgóð á suðurlandi og austurlandi, því að bæði voru heybirgðir þar í betra lagi frá fyrra ári, enda var veturinn þar svo vægur, að því nær aldrei varð beitarskortur, og hafði fjenaðurinn því nóg fóður; á vesturlandi voru sauðfjenaðarhöld í meðallagi; á norðurlandi voru þau víð- ast í lakara meðallagi, en þó hvergi mjög bág nema í Suður- Þingeyjarsýslu. Heyskapur hafði gengið þar vel sumrinu áður, og þóttust menn því allvel birgir af heyjum, og settu fje á í flesta lagi; en þá kom veturinn, sem þar var bæði harður og langur, og reyndust þá heybirgðirnar býsna ónógar. í apríl- mánuði voru hey víða farin að þrjóta, og tóku menn þá að reka fje af sjer til þeirra, er hey höfðu; en þegar það var einnig þrotið, ráku menn fje sitt í fjarlægar sveitir, og sætti það mikl- um hrakningum á þeim ferðum; sumir ráku fje sitt á fjöll fram, þar sem snjókynngjan var eigi eins mikil og í dölunum; sumir skáru fje sitt niður, en sumir ráku það út á gaddinn og krókn- aði það þar ýmist eða fennti eða fjell í hor. Sauðburður gekk vel víðast um land; lakastur var hann á norðurlandi og austurlandi; olli því hríðaráfellið seinast í maímánuði og fyrst í júnímánuði, er þar var bæði lengst og harðast; fjellu lömb þar hrönnum saman meðan kastið stóð yfir. Fje fór vel úr u 11 um vorið, nema í þeim sveitum, er harðindin voru mest og fjenaður var horaður. Málnyta var eigi almennt jafngóð og undanfarið sumar, sökum hitanna og þurrkanna. Fjárheimtur voru víða í lakara lagi, einkum norðanlands. Sláturfje reyndist víðast allgott að holdum, en lakara að mör; sömuleiðis kvörtuðu margir

x

Fréttir frá Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.