Fréttir frá Íslandi - 01.01.1872, Side 31

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1872, Side 31
MENNTUN. 31 Málefnið um stofnun kvennaskóla þess, sem um er getið í frjettum fyrra árs (1871), lá að mestu leyti í þagnargildi næstliðið ár; þó gáfu lærisveinar hins lærða skóla í Reykjavík og fáeinir aðrir menn nokkuð til þessarar fyrirhuguðu stofnnnar, og var það síðan sett á vöxtu í sparisjóðinn í Reykjavík. Nú sem stendur á stofnun þessi hjer um bil 130rd. á vöxtum. J>ótt lítill áhugi hafi enn sýnt sig hjá landsmönnum á þessu fagra fyrirtœki, er vonandi, að hann vakni og sýni sig framkvæmdar- saman í verki. Þess skal að síðnstu geta, að ferðir útlendinga um ísland hafa mjög farið í vöxt næstliðið ár. Það er vottur þess, að útlendar þjóðir eru farnar að láta sig land vort meiru skipta en lengi hefur verið, enda hefur þekking á landinu og hinum fornu þjóðháttum og bókmenntum Islendinga mjög aukizt meðal erlendra þjóða hin síðustu ár. Ferðir þessar eru að mörgu leyti hagur fyrir íslendinga; því að auk þess sem þær veita ýmsum góða atvinnu, þá hafa þær einnig talsverð menntandi áhrif á þjóðina, eða að minnsta kosti þá, er ferðamenn komasl í kvnni við og hafa viðskipti við; einnig auka þær að ýmsu leyti kunnug- leik annara þjóða á landinu, þar sem ýmsir af ferðamönnum skrifa og gefa út ferðabœkur sínar, er þeir koma heim aptur; að vísu líta ýmsir þeirra margt með skökkum augum, misskilja margt og bera landi og landsbúum eigi sannar sögur, en slíkt er venjulega hrakið eða leiðrjett eptir því sem á stendur. Með- al þeirra erlendra ferðamanna, er ferðuðust um ísland næstliðið ár, má nefna Rurton kaptein, sem ferðazt hefur víðsvegar um heim og er frægur orðinn af ferðum sínum. Hann ferðaðist víða um suðurland, austurland og norðurland, og þótti lítt koma til lands og þjóðar. ^á er hann var utan farinn, ritaði hann greinir nokkrar um ísland í enskum blöðum, og bar landsbúum illa söguna. Eiríkur Magnússon, bókavörður í Cambrigde, rit- aði í móti greinum þessum og hrakti þær, og sömuleiðis aðrir fleiri; þar á meðal enskur maður, að nafni Milne, er ferðazt hafði hjer um land um sumarið 1871. Flestir aðrir útlend- inga þeirra, er hjer ferðuðust, Ijetu vel yfir ferð sinni og lof- uðu bæði land og lýð. Ritað í marzmánuði 1873.

x

Fréttir frá Íslandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.