Fréttir frá Íslandi - 01.01.1872, Blaðsíða 29

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1872, Blaðsíða 29
MKNNTUN. 29 ingi. Þar að auk hafa enn fremur verið gefnirút nokkrir smá- kveðlingar, harðla óvandaðir að efni og sniði; þeirra er í sjálfu sjer naumlega getandi, en þó er eigi rjett að hlaupa yfir þá að öllu leyti, með því að það eru þeir, er alþýða manna helzt kaupir, helzt les og helzt leitar sjer menntunar í; slíkt er sorg- legur votturum menntunarskort og spillta fegurðartilfmningu hjá almenningi, og það því fremur sem það er einmitt þesskonar skáldskapartegund, er íslendingar hafa helzt getað talið sjer til gildis í bókmenntum sínum gagnvart bókmenntum annara þjóða. Hið íslenzka bókmenntafjelag hefur auk bóka þeirra, er fyr var getið, geíið út frjettaritið Skírni 1871—72 eptir Eirík Jónsson, tíðindi um stjórnarmálefni íslands 1871, og skýrslur og reikninga fjelagsins. Fjelagsmenn þeir, er tillög greiða, voru 10. maí 722 og var það 29 fjelagsmönnum fleira en um sama leyti árið 1871. Lestrarfjelög í sveitum hafa víða verið lögð niður, en aptur hafa ný verið stofnuð á einstöku stöðum. Bókasöfn íslendinga hafa öll nokkuð aukizt næstliðið ár, en skýrslur vantar um flest þeirra. Stiptsbókasafnið í Reykjavík jókst litið að öðru en því, að það fjekk 500 bindi, er Þorgeir Guðmundsson, prestur í Nysted á Lálandi (f 1871), hafði látið því eptir sig. Nú sem stendur er eigi unnt að segja, hve margar bcekur safnið á, og eigi heldur bókasafn latínuskólans. Forngripasafninu í Reykjavík hafa næstliðið ár bœzt 48 forngripir, og við árslok átti það að öllu samtöldu 917 gripi. Með fjegjöfum hefur safnið ekkert verið styrkt næstliðið ár. Að því er snertir skólamenntun íslendinga, má geta þess, að hún hefur farið vaxandi næstliðið ár. Á tveim stöðum voru stofnaðir reglulegir barnaskólar. Annar þeirra var stofnaður í G e r ð u m í Rosmhvalaneshrepp, fyrir tilstuðlun prestsins þar, Sigurðar Sivertsens að Útskálum, en hinn á Brunnastöðum í Strandarhrepp (Vatnsleysustrandarhrepp) fyrir tilstuðlun prestsins þar, Stefáns Thorarensens að Kálfatjörn. Á báðum þessum stöðum voru reist skólahús. Kennarar voru fengnir til skóla þessara, og kenndu þeir þar börnum um vet- urinn (1872—73) lestur, skript, reikning, kristindóm o. s. frv. Enn fremur hafa verið haldnir skólar nokkurn tíma vetrarins í sumum sjávarsveitum, en eigi með reglulegu skólafyrirkomulagi.

x

Fréttir frá Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.