Fréttir frá Íslandi - 01.01.1878, Síða 5

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1878, Síða 5
LANDSTJÚIIN. 5 kirkna og prestakalla. Ný kirkja var reist í Stykkis- hólmi, og til hennar var lagður verzlunarstaðurinn Stykkis- hólmur og nokkrir aðrir bæir úr Helgafellssókn, sem þannig skiptist í tvær sóknir. Breiðavíkurþingaprestakall í Snæfells- nessýslu var lagt niður, og 2 kirkjur jafnframt, nefnil. Knar- arkirkja og Einarslónskirkja. Knararsókn var lögð til Búða- sóknar, sem lýtur undir Staðastað, en Einarslónssókn til Ingj- aldshóls- og Laugarbrekkusókna í Nesþingaprestakalli. J>eim 4000 kr., sem í fjárlögunum voru ætlaðar til fá- tækustu brauða, var þannig úthlutað: Stað í Aðalvík 400 kr., J>önglabakka 300 kr., Bergstöðum, Keynisþingum og Kirkju- bólsþingum með Stað á Snæfjallaströnd 200 kr. hverju, Húsa- vík, Lundi, Álptamýri. Flatey og Hvammi og Ketu 100 kr. hverju, og 12 öðrum prestaköllum 50 kr. hverju. Auk þess var 6 prestlausum brauðum úthlutað: Ásum í Skaptártungu og Sandfelli í Öræfum 400 kr. hvoru, og Hvanneyri, Kvíabekk, Presthólum og Mývatnsþingum 200 kr. hverju, með því skil- yrði að þau yrðu veitt fyrir ágústmánaðarlok og farið að þjóna þeim satnsumars. Nú gengu Ásar í Skaptártungu og Mývatns- þing ekki út fyrir hinn tiltekna tíma, og var þcim 600 kr., sem þannig voru eptir, aptur úthlutað: Presthólum, Stað í Grunna- vík, Skinnastað og Mývatnsþingum 100 kr. hverju, og 4 öðrum brauðum 50 kr. hverju. Frá úthlutunum umboðsstjórnarinnar á fje því, er alþingi veitti til jarðabóta og vísindalegra og vcrklegra fyr- irtækja m. m. þykir eigi þörf á að greina nákvæmlega, nje frá lánurn úr viðlagasjóði til einstakra manna og stofnana. J>ar á móti má geta þess, að stjórnin eptir fyrirlagi alþingis keypti handa landinu hið mikla og merkilega handrita- og bókasafn Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn fyrir 25000 krónur, eptir að þcir hæstarjettardómari Vilhjálmur Fin- sen og prófessor Konráð Gíslason höfðu skoðað það og metið það þess virði. Hjer má einnig geta þess, að stjórnin samdi við trjesmiðsmeistara Jakob Sveinsson að taka að sjer aðgjörð eða endurbyggingu dómkirkj un nar í Reykjavík fyrir 21000 krónur. Eptir tilhlutun síðasta aiþingis Ijet stjórnin nú gjöra vi.ta

x

Fréttir frá Íslandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.