Fréttir frá Íslandi - 01.01.1878, Blaðsíða 9
LANDSTJÓRN.
9
er gekk úr eptir hlutkesti; í norður- og austuramtinu Arnljót-
ur prestur Ólafsson á Bægisá, í stað Jóns alþingismanns Sig-
urðssonar á Gautlöndum, er þar gekk úr, og í vesturamtinu
Torfi bóndi Bjarnason í Ólafsdal, í stað Guðmundar prófasts
Einarssonar á Breiðabólstað, er aptur var kosinn varamaður.
íyfirskattanefndir í kaupstöðum voru skipaðir
af landshöfðingja: ÍKeykjavík: Magnús assessor Stephen-
sen, Halldór yfirkennari Friðriksson og Lárus assessor Svein-
björnsson, og til vara Geir dannebrogsmaður Zoega; á ísa-
firði: Holm verzlunarstjóri, Nielsen bókhaldari og Símon Alex-
íusson verzlunarstjóri, og til vara Guðbjartur Jónsson, verzlun-
arþjónn; á Akureyri: Möller verzlunarstjóri, Jón Stefánsson
timburmeistari og Jensen gestgjafi, og til vara J>orgrímur læknir
Jónsson.
Embættaskipunin var þannig:
Yfirdómaraembætti við landsyfirrjettinn var 12. apríl
veitt Lárusi Eðvarði Sveinbjörnssyni, bæjarfógeta í Keykjavík og
sýslumanni í Gullbringu- og Kjósarsýslu. Til þess að gegna
bæjarfógetaembættinu fyrst um sinn var landshöfðingjaritari Jón
Jónsson settur 3. júní, en til þess að gegna sýslunni var s. d.
settur málaflutningsmaður Guðmundur Pálsson, þangað til bæði
embættin voru veitt 16. ágúst: bæjarfógetaembættið
Eggert Theódór Jónassen, sýslumanni í Mýra- og Borgaríjarð-
arsýslum, og Gullbringu- ogKjósarsýsla kandídat Kristj-
áni Jónssyni. 27. sept. var málaflutningsmaður Guðmundur
Pálsson settur til að gegna Mýra- og Borgarfjarðarsýsl-
u m, þangað til hann fjekk veitingu fyrir þeim 6. nóvember.
Snæfellsnessýsla var 12. apríl veitt kandídat Sigurði Jóns-
syni. Sýslumaðurinn í Árnessýslu, forsteinn Jónsson, fjekk 14.
ágúst lausn frá embætti, og var Árnessýsla aptur veitt 6.
nóvember Stefáni Björnssyni, sýslumanni í ísafjarðarsýslu. 29.
nóv. voru sýslumennirnir forsteinn Jónsson og Stefán Björns-
son settir til að gegna fyrst um sinn embættum þeim, er þeir
höfðu áður haft. 5. okt. var landshöfðingjaritari Jón Jónsson
settur málaflutningsmaður við landsyfirrjettinn.
Prófastar voru settir: í Barðastrandarprófasts-
dæmi Steingrímur Jónssou, prestur í Garpsdal, 6. maí, og s.