Fréttir frá Íslandi - 01.01.1878, Side 23

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1878, Side 23
ATVINNCVEGIR. 23 en mönnurn varð flestum bjargað. í septemberveðrunum strönd- uðu einnig nokkur skip, og aptur um baustið í októberáfellinu; er þess hvorstveggja fyr getið. J>rátt fyrir öll þau skipströnd, sem urðu við landið á þessu ári, munu að samtöldu mjög fáir menn hafa farizt af þeim atvikum, að minnsta kosti eigi við þau skipbrot, er menn höfðu nokkuð af að segja. Slysfarir virðast einnig hafa orðið í minna lagi eða manntjón af þeim orsökum. Að minnsta kosti háfa færri og minni skiptapar orðið, en opt hefur verið. í marz drukkn- uðu 7 menn úr Njarðvíkum, og aptur í desember aðrir 7 úr sömu sveit í Garðsjó í sunnanverðura Faxaflóa. í maí drukkn- uðu 3 menn úti fyrir Fáskrúðsfirði, og aptur í desember 4 á hinum sömu stöðvum. í ágúst drukknuðu 4 á Skagalirði, í nóvember 4 á ísafjarðardjúpi, og aptur 2 nokkru síðar. í ám drukknuðu fáir. |>ar á móti urðu að tiltölu nokkuð margir úti í illviðrum bæði um veturinn og aptur um haustið, einkum norðan lands og vestan. 2 menn fórust um haustið í snjóflóði í Svarfaðardal, 1 hrapaði um haustið fyrir ÓlafsQarðarmúla, cn 2 um sumarið í Yestmannaeyjum. Heilsufar almennings var yfir höfuð gott á flestum tím- um árs, að öðru en því, að megn kvefsótt gekk um haustið. Henni fylgdi lungnabólga og tök, er lögðu marga í rúmið, en sumir dóu. Sótt þessi gekk yfir allt land, en varð skæðust á Austurlandi, og Ijetust þar margir úr henni. Taugaveiki gekk í Skagafirði og víðar nyrðra um veturinn, og sömuleiðis í Reykjavík um haustið skömmu fyrir jól, en þó eingöngu mcðal skólapilta, er lögðust margir í henni. M e n n t i r. í bókmenntalegu tilliti mátti kalla fremur gott árferði, að því leyti sem nú voru bækur gefnar út í fleira lagi, ýmsar sjerlega merkilegar, og flestar að einhverju leyti nýtilegar. í guðfræði voru gefin út ýms rit. jpess var fyr getið, þar sem minnzt var á sýnódus, að þeim prófasti J>órarni Böð- varssyni og dómkirkjupresti Hallgrími Sveinssyni var falið á liendur að koma út kirkjulegu timariti, sem lengi hefur þótt

x

Fréttir frá Íslandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.