Fréttir frá Íslandi - 01.01.1878, Síða 24

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1878, Síða 24
24 MENNTIR. vanta hjer á landi. feir tókust þetta á hendur, og gátu komið út einu hepti eða hálfum árgangi fyrir árslokin. Tímarit þetta kalla þeir Kirkjutíðindi fyrir ísland, og er ætlazt til, að það hafi inni að halda ritgjörðir um ýmsar greinir guðfræðinn- ar; um guðfræðisbækur og kirkjuleg rit, er út koma; um guð- fræðisnám og kennslu; um stjórn andlegra málefna, og annað, er að því lýtur; um ýmislegt, er snertir safnaðarlífið, og auk þess stutt æfiágrip og eptirmæli merkra kennimanna og fl. Að þessu sinni hafði rit þetta eigi annað meðferðis, auk inngangsorða, cn álitsskjal brauða- og kirknamálanefndarinnar, sem hjer að framan hefur minnzt verið. — í fyrra árs frjettum er þess getið, að þá (1877) var gefin út Kristilegur barnalær- dómur eptir lúterskri kenningu, saminn af Helga Hálfdánar- syni prestaskólakennara. Mörgum fjell kver þetta þegar svo vel í geð, að þeir óskuðu, að það yrði löggilt sem kennslubók í trú- arbrögðum handa börnum; en áður en það yrði gjört, leitaði biskup álits prófasta og margra presta um það. Flestir þeirra luku á það lofsorði, og óskuðu, að það yrði sem fyrst löggilt, og sumir gjörðu við það nokkrar athugasemdir. Höfundurinn end- urskoðaði það þá, og gjörði við það nokkrar smábreytingar. Síðan var það af stjórninni löggilt, eða leyft að nota það við trúarbragðakennslu barna ásamt Balslevs og Balles barnalær- dómsbókum. Svo var það aptur út gefið 1878 með breyting- um höfundarins, og framan við það prentuð Fræði Lúters h i n m i n n i, í nýrri þýðingu, lagaðri eptir þýzka frumritinu. Skömmu síðar kom út Stuttur leiðarvísir til að spyrja bö rn eptir barnalærddmi sjera Hclga Hálfdánarsonar, eptir doktor Pjetur Pjetursson. Leiðarvísir þessi, sem víðast er mjög ljós og auðveldur, og vandaður að öllum frágangi, er ætlaður til þess að vera til hliðsjdnar barnakennendum við kennslu trúar- bragðanna, og jafnframt til þess að vekja greind barnanna og eptirtekt þeirra á því, er þau nema. í því skyni er hver grein í barnalærdóminum liðuð sundur í greinilegar spurningar, og oinnig leidd athygli að því, í hverju sambandi ritningargrein- arnar standa við hverja lærdómsgrein. Með þessum tveimur kverum, barnalærdóminum og leiðarvísinum, er lögð góð undir- staða undir kristindómsþekkingu matina að líkindum um lang-

x

Fréttir frá Íslandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.