Fréttir frá Íslandi - 01.01.1878, Side 25
MENNTIK.
25
an aldur, og má kalla, að því efni, sem lengi hefur þótt ábdta-
vant, sje nú komið í gott horf. Af öðrum guðsorðabókum, sem
nú komu út, má nefna Bænakver, eptir Pál Jónsson, prest
á Völlurn í Svarfaðardal. þ>að eru daglegar bænir út af drott-
inlegri bæn, vikubænir á morgna og kveld, bátíða- og helgi-
dagabænir, missiraskiptabænir og sjómannabæn. Bænir þessar,
sem eru mjög hjartnæmar og í sannkristilegum anda, eru ætl-
aðar til að bæta úr skorti þeim, sem þótt hefur á bænum, við
húslestra. þ>á var og út gefin Prjedikun á 4. sunnudag
eptir trínitatishátíð, eptir Jón biskup Vídalín, gefin út
af Jóni Straumfjörð. Ræða þessi, sem eigi hefur verið áður
prentuð, er um lagarjettinn, og mjög sköruleg og skorinorð,
eins og þeim ræðusnillingi var títt. J>á voru einnig gefnar út
tvær ræður aðrar: Ræða á gamlárskveld 1877, eptir kandí-
dat Magnús Andrjesson, og: Ræða á 4. sunnudag eptir
trínitatis, eptir dómkirkjuprest Hallgrím Sveinsson, báðar
eptir ósk áheyrandanna, er þótti sjerlega mikið til þeirra koma.
Hjer að auki voru prentaðar líkræður eptir ýmsa menn. Enn
má geta þess, að gefnar voru út Sögur úr biflíunni með
myndum ásamt þrem greinum trúarjátningarinnar, þýddar úr
dönsku og vel vandaðar. Af eldri guðsorðabókum voru gefnar
út Vorhugvekjur Pjeturs biskups Pjeturssonar, 2.útgáfa, og
Passíusálmar Hallgríms Pjeturssonar, 31. útgáfa.
í stjórn- og lögfræði voru færri rit gefin út, en þó
nokkur. Má fyrst til þess nefna Frumvarp tillandbún-
aðarlaga fyrir Island, samið af minni hluta nefndar
þeirrar, er skipuð var samkvæmt konungsúrskurði 4. nóv. 1870
til að semja ný landbúnaðarlög fyrir ísland, yfirdómara Jóni
Pjeturssyni. Frumvarp þetta er allmikill lagabálkur, og nær
yfir töluvert fleira en frumvarp meiri hluta nefndarinnar. |>að
er mjög skarplega og þjóðlega hugsað, og sniðið sem mest eptir
fornum íslenzkum lögum. Einnig má telja Brjef til Islend-
inga um mál vor erlendis, eptir íslending. Brjef þessi
hafa einkum inni að halda greinir úr dönskum blöðum um ýms
íslenzk mál og umræður á fólksþinginu út af verzlunarmálum
og skattamálum íslands. Eru brjef þessi einkar-fróðleg í sinni
röð. þ>á má enn nefna Alþingistíðindi 1877, og