Fréttir frá Íslandi - 01.01.1878, Page 26

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1878, Page 26
26 MENNTIR. Landsyfirrjettartíðindi 1877, hvorttveggja vel úr garði gjörð. 1 náttúruvísindum, sem íslenzkar bókmenntir hafa allt til þessa verið mjög fátækar af, voru nú gefnar út tvær merkilegar bækur, nefnilega Dýrafræði, samin af Benidikt Gröndal, og Steinafræði og Jarðarfræði, samin af sama manni. J>essar bækur fylla stór skörð í bókmenntum íslands, þar sem aldrei hafa áður verið gefnar út nokkrar íslenzkar bækur í þessum fræðigreinum. Bækur þessar eru ekki eiginleg alþýðurit, heldur lærdómsbækur, og sjer í lagi ætlaðar til þess, að hafa þær við kennslu í skólum; en þó eru þær, einkum Dýrafræðin, nokkurn veginn aðgengilegar þeim alþýðumönnum, sem eru að sjer í betra lagi. Skiptingin er mjög greinileg, og lýsingin á hverju einu mjög stutt og gagnorð. Málið er ljóst og fjörugt. Að rit þessi fullnægi kröfum vísindanna er óefað, þar sem slíkur lærdóms- og vísindamaður hefur um fjallað. Sjerstaklega má geta þess, að í Dýrafræðinni eru allar íslenzkar tegundir einkenndar. Dýrafræðin er með 66 myndurn, en Steinafræðin og Jarðarfræðin með 32 myndum og frá- gangur allur hinn vandaðasti. Höfundutinn hefur gefið hand- ritin, en stjórnin veitt nokkurn styrk til prentunarkostnaðarins. I sagna-fræði og landahafa bókmenntir vorar einnig auðgazt nokkuð. Bókmenntafjelagið, er opt hefur gefiðút merki- leg sagnarit, gaf nú enn út tvö auk Skírnís. Annað þeirra var Biskupasögur, 2. bindi 3. hepti. Hepti þetta hefur að færa fyrst kvæði Jóns biskups Arasonar, og þá þætti og ætt- artölur Skálholtsbiskupanna Gizurar Einarssonar, Marteins Ein- arssonar, Gísla Jónssonar og Odds Einarssonar, og Hólabisk- upanna Ólafs Hjaltasonar og Guðbrands forlákssonar. Síðast eru registur yfir mannanöfn og staða- og landanöfn í 3. bindi. Jón Sigurðsson, forvaldur Bjarnarson og Eiríkur Jónsson, hafa unnið að því, að búa kvæðin og sögurnar undir prentun, en Sigurður Hansen hefur samið registrin. Útgáfan er öll mjög vönduð. Hið annað sagnaritið, er Bókmenntafjelagið nú gaf út, var Um Siðbótina á íslandi, eptir J>orkel Bjarnason, prest á Reynivöllum. Sagnarit þetta er einkar-merkilegt og veruleg- ur fengur fyrir bókmenntir vorar, þar sem það bæði skýrir frá

x

Fréttir frá Íslandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.