Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1895, Blaðsíða 29

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1895, Blaðsíða 29
29 við Ölfusið, hvað sem bærinn hans hjet, og legg jeg ekki áherzlu á þessa getgátu, þójeg kasti henni fram. Að landskostum hefir Hraun ekki geflð Hjalla eptir til forna: Engjar ágætar, likar Hjallaengjum; beitiland víðlent og án alls efa mestallt skógi vaxið, en uppblásturinn, sem nú er orðinn svo mikill, befir þá ekki verið kominn. Þá hefir Hraun verið meðal beztu bújarða, og mun lengi hafa haldist í miklu á- liti: Björn að Skarðsá segir, að Ljenharður fógeti hafi verið seztur að Hrauni í Ölfusi þá er Torfi í Klofa drap hann. Raun- ar segja aðrir, að það hafi verið í Arnarbæli. En þó það kunni að vera sannara, þá sýnir samt missögnin það, að Hraun hefir verið álitið svo mikið stórbýli, að fógetanum hafi þótt slægur í að leggja það undir sig og setjast þar að. Nú hefi jeg þá stuttlega sett tram ástæður mfnar, og sýnt við hvað þær styðjast. Mun því naumast verða neitað, að meiri likur sje til þess, að sd «bær Þórodds goða», sem hœtt var við að jarðeldurinn mundi hlaupa rí, hafi verið að Hrauni heldur en að Hjalla. Br. J.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.