Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1895, Qupperneq 29

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1895, Qupperneq 29
29 við Ölfusið, hvað sem bærinn hans hjet, og legg jeg ekki áherzlu á þessa getgátu, þójeg kasti henni fram. Að landskostum hefir Hraun ekki geflð Hjalla eptir til forna: Engjar ágætar, likar Hjallaengjum; beitiland víðlent og án alls efa mestallt skógi vaxið, en uppblásturinn, sem nú er orðinn svo mikill, befir þá ekki verið kominn. Þá hefir Hraun verið meðal beztu bújarða, og mun lengi hafa haldist í miklu á- liti: Björn að Skarðsá segir, að Ljenharður fógeti hafi verið seztur að Hrauni í Ölfusi þá er Torfi í Klofa drap hann. Raun- ar segja aðrir, að það hafi verið í Arnarbæli. En þó það kunni að vera sannara, þá sýnir samt missögnin það, að Hraun hefir verið álitið svo mikið stórbýli, að fógetanum hafi þótt slægur í að leggja það undir sig og setjast þar að. Nú hefi jeg þá stuttlega sett tram ástæður mfnar, og sýnt við hvað þær styðjast. Mun því naumast verða neitað, að meiri likur sje til þess, að sd «bær Þórodds goða», sem hœtt var við að jarðeldurinn mundi hlaupa rí, hafi verið að Hrauni heldur en að Hjalla. Br. J.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.