Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1898, Side 2

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1898, Side 2
2 sem næst liggur botni lækjarfarvegsins (c) er einna fyrirferðar- mest. Dálítil rúst (d) er og tram í lægðinni, þar sem oddi ness- ins hefir rayndast, er lækurinn rann í ána. Þykir mér líklegast, að annaðhvort a eða c sé bæjarrústin, en hitt fjós og heystæðis- rústin Þó skal ég ekki fullyrða neitt um það. Landið er hraun og örblásið fyrir löngu; hefir sá uppblástur eyðiiagt bæinn. Þó hefir hann staðið framyfir miðja 18. öld. A. M. telur jörðina 10 hndr. (í byrjun aldarinnar), en 1760 er hún talin 5 hndr.; þá hef- ir hún verið að ganga af sér og líklega lagst i eyði skömmu eftir það. Hefir landið þá lagst undir Hvamm. En 1838 gjörði Eyjólfur Vigfússon nýbýli við Þjórsá hjá Hrosshyl, og kallaði Arbæ. Það er í Hvammslandi, og átti að vera i notum þess að land hins forna Arbæjar hefði lagzt undir Hvamm. Eigi var þetta með samþykki Hvammsbænda. Þó stóð býli þetta til 1886, þá lagðist það niður. 2. Stóruvellir, eða Vellir hinir eystri, stóðu vestur við lækinn, sem við þá er kendur; hefir landnám Orms hins auðga í Húsagarði náð þangað; en sonarson hans, Valla-Brandur, »reisti fyrst bú á Völlum«. Hefir allur norðvesturhluti landnámsins lagst þar til. Varð þar allmikið höfuðból. Vellir hinir ytri jöfnuðust eigi þar við og fengu út af því nafnið: »Mwm«-Vellir. Þórður Andrésson, er Gissur jarl átti við, bjó á »Völlum á Rangárvöll- um«. Það hafa hlotið að vera Rangárvellir hinir ytri, eða Land- sveit, því á Rangárvöllum hinum eystri hét enginn bœr Vellir. Og nærri iná geta, að Þórður hefir búið á þeim » Völlum« sem meira höfuðból voru, eða hinum eystri. — A Stóru-Völlum var kirkja, en bændaeign voru þeir til 1791; þá voru þeir teknir úr eigu bóndans Guðbraúds Jónssonar og gerðir að prestssetri. Aseinni öldum gekk landið stöðugt af sér af sandfoki, þó mest á þessari öld, og er nú meiri hluti landsins sandrokið hraun. Arið 1882 fauk svo mikið á bæinn og túnið, að þar var ekki lengur byggi- legt. Lagðist þá niður bæði staður og kirkja. Þó er þar enn gras- lendi nokkuð. Bærinn var bygður upp aftur lengra útmeð lækn- um, og heldur hann nafninu, en er þó að eins smábýli. 3. Stóruvallahjáleiga stóð frammi á túninu. Þar voru síð- ar lambhús. 4. Hólkot var svo sem stekkjarveg austur frá Stóruvöllum. Þar er nú örblásið og rústin að nokkru leyti í sandi, sér þó til hennar. 5. Minnivellir, eða Vellir hinir ytri, þar sem Ketill ör- riði bjó, liöfðu áður staðið i hrauninu suðaustur frá bænum sem nú er. Þar sér til rústa.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.