Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1898, Síða 7

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1898, Síða 7
7 26. Hóll hét hjáleiga frá Leirubakka, er af sömu orsök lagðist af 1879. 27. Réttanes hét bær á undirlendi við Rangá nálægt móts við Svinhaga. Þar eru aðal réttir Land- og Holtamanna, og hefir bærinn nafn af þeitn. Hann átti áður haglendi mikið upp á hraun- heiðinni fyrir ofan; en er það var allt blásið, lagðist hann i eyði, 1773. En 1832 byggði sá maður, er Höskuldur hét. hann upp aftur. Hann fór aftur eftír 2 ár, og hefir Réttanes ekki bygst siðan. Höskuldur bjó siðan í Tungu á Rangárvöllum og var faðir Sveins, er drukknaði í Rangá, sem »Huld« segir. 28. Járnlaugsstaðir stóðu löngum spöl neðat með ánni. Þar er einnig undiilendi. Þar gekk þó sandiok yfir og eyddi bæinn. En uppi á hraunheiðinni var þá enn nokkuð af landi jarðarinnar óblásið. Þangað var bærinn fiuttur En eftir hálft annað ár var þar iika óbyggilegt — það var árið 1884, — og lögðust Járnlaugsstaðir þá alveg i eyði. 29: Húsagarður, bær Orms auðga landnámsmanns, er stuttri bæjarleiö fyrir neðan Járnlaugsstaði við Iiangá. Stóð hann fyrst uppi á hraunheiðarbrúninni, en var, fyrr en menn hafa sagnir utn, færður ofan fyrir hana og stóð undir henni, á undir- lendi sem þar er, fram undir miðja þessa öld. En þá b!és brúnin upp, og varð að færa bæinn frá henni lengra fram á undirletidið, þangað sem hann nú er. í uppblæstrinum eyddist lieiðarland uppi á brúninni, og kom þá í Ijós rúst elzta Húsagarðs: og sáust undirstöður, — en nú er þar grjótdreif ein. — Þar höfðu verið margar tóftir og stórar: Hin stærsta, sem ieit út fyrir, að hafa verið aðal-bæjarhúsið, var 16 faðma löng. Stuttu fyrir norðan bæjarstæðið bléstt upp mannsbein og hjá þeitn fannst spjótsblað og leifar af skeggbursta (?) af hvalbeini. Mun þar hafa verið haugur, ef' til vill Orms hins auðga. I sumar sáust þar enn 2 mannsleggir, og grjótdreif úr hleðsltt haugsins. Þá er þessi upp- blástur varð, voru þeir frumvaxta synir Olafs, er þá bjó í Húsa- garði, Sæmundur, er enn lifir á Forsi á Rangárvölluin ogSigurð- ur, er bjó í Húsagarði eftir föður sinn og dó í vetur (1897, nær áttræður). Þeir fundu beinin og það er hjá þeitu var, og þeir tóku vel eftir rústunum. Fleiri smáhiuti fundu þeir þar, er allir liðu undir iok, því þá var Forngripasafnið enn ekki stofnað. — Spjótið gáfu þeir t. a. m. nágranna sínum, og smiðaði hann úr því tálguhníf. Þetta sagði mér Olafur, er nú býr í Húsagarði, sonur Sigurðar. Hafa þeir feðgar verið fróðleiksmenn allir. 30. Hellir — Hrólfsstaðahellir, — stóð áður nokkru utar enn nú í hraunbrúninni. Sér þar rúst hins fyrra bæjar. Jón

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.