Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1898, Page 18

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1898, Page 18
18 29. Oddi hinn litli stóð í oddanum milli Varmadals- lækjar og Rangár (ytri), þó eigi fremst í honum, lieldur dálitlum spöl upp með læknum. Þar sést grjótrúst eigi all lítil i brúninni upp frá læknum. Þar hafa fundist brot úr kvarnarsteini. Oddi hinn litli var landnámsjörð, og bjó þar Eilífur, bróðir Bjarnar í Svínhaga og tengdafaðir Þorgeirs, er bygði Odda (hinn meira, o: Oddastað). Oddi hinn litli hefir eyðst af sandfoki; og hefir það verið fyrr enn sögur fari af. 30. Strönd hin neðri var nál. mitt á milli Vestri-Kirkju- bæjar og Odda. Hún eyddist af sandfoki 1882. Þó er þar enn graslendi nokkuð. 31. Mélákot hét smábýli, sem stóð nál. mitt á milli Neðri- Strandar og Kirkjubæjar. Það hefir f'rá ómunatíð verið i eyði. 32. Strönd hin efri var stuttri bæjarleið i suðlægt suð- vestur frá Kirkjubæ (Vestri) og stóð fyrir austan Síkið. Þar eru nú tnelar og sér þvi iitið til rústanna. 33. Stóra-Hof stóð áður góðum spöl ofar enn nú. Það var fært undan sandfoki ofan að ánni. Tvær bjáleigur lágu þar til. 34. Hofshjdleiga stóð litlu ofar en bærinn stendur nú. 35. Draflaleysa stóð lengra burt, vestur á sandinum, og hefir blásið af. 36. Brekkur stóðu undir heiðarbrún skammt austur frá Gunnarsholti, par sem hrauubrúnin er farin að beygjast austur með. Þessi bær lagðist í eyði af sandfoki 1882; en nú er verið að byggja hann aftur austur við lækinn. 37. Skrafsagerði hét hjáleiga frá Brekkum og stóð austur við lækinn nálægt því, sem Brekkur eru nú settar. Eigi vita menn hvenær þetta býli hefir lagst niður. 38. Spdmannsstabir voru hjáleiga frá Reyðarvatni, sem menn vita heldur eigi nær lagst hafa í eyði. Þeir stóðu suðvest- ur frá bænum fyrir sunnan lækinn. Þar er óbJásið og rústin grasbali og mótar nokkuð fyrir tóftum, en þó ógreinilega. 39. Iieyðarvatn hið litla eða Miðreyðarvatn var bæjarleið suðaustur frá Reyðarvatni. Þar er eigi blásið enn; en þó heíir sandfok gengið að beitilandinu, þá er land Austasta-Reyðarvatns var blásið. Litla Reyðarvatn var síðast bygt 1811. 40. Reyðarvatn hið austasta var spölkorn í austurhalt suður frá Litla Reyðarvatni og hér um bil mitt á milli Reyðar- vatns, sem nú er, og Keldna — þó nokkuð fyrir sunnan þá stefnu. Það hefir staðið sunnan til við hraunbrúnina, sunnan í móbergs- hól, sem heitir Kóngshóll. Land þessarar jarðar er örblásið, og

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.