Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1898, Page 22

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1898, Page 22
22 fyrir lönpu. Bæjarrústin er allmikil ofr mikið fiutt í hana af hraungrjóti; en öll er hún úr lagi gengin. Þó sést, að íjósið hefir verið vestast og að eins laust frá. Standa þar tvær beizluhell- ur uppi. Skamt frá fjósdyrum hafði verið brunnur, kom hann í Ijós við jarðskjálftann í fyrra (1896), því sandurinn, sem hafði fvlt hann, þéttist saman og lækkaði, svo brunnurinn varð meir en 1 al. djúpur. Hleðslan í honum var óhögguð. Nú er hann orðinn fullur aftur. Austasti hluti rústarinnar er nú ekki annað enn grjótbreiða. En þar hafði verið kirkja og kirkjugarður, og hafa þar sést mannabein til skams tima. En fyrir stuttu höfðu þau verið tínd sannn og hulin, því sáust þau nú ekki.— Trölla- skógur hefir staðið mjög hátt og hefir þaðan veiið rnjög vítt og fagurt útsýni meðan gróið var 51. Lit i-Tröllaskógur hefir staðið vestan í brún á hraun- kvisl, er gengnr fram sunnanmegin öldunnar og breiðist svo vestur á við. Hefir sá bær verið stuttri bæjarleið í suðvestur frá öldunni. Þar heitir enn »Lit!i-Skógur«, sést þar ein rúst nokk- uð stór, melgrasi vaxin, og nokkrar smærri í kring. En svo sem stekkjarvegi sunnar, undir sömu brún, er önnur rúst eigi öllu minhi og nokkrar smærri þar hjá. En hvort þar hefir verið ann- ar bær, eða Litli Skógur hefir verið færður, áður enn hann eydd- ist alvog, er ekki hægt að segja. — I útnorður frá Lilta-Skógi er hraunspilda, sem heitir Herjólfxheiðr, en eigi sést þar neiti rúst og engin eru umtnæli utn bæ þar. Ofanvið hana er slétt svæði, sem heitir Skotavöllur; þar var gott engi í minni fólks, sem nú er gamalt; en nú er þ.að sandslétta ein. — Hraunbrúnin, sem Litli Skógur er undir. gengur þaðan til suðausturs, næstum að Arbæ; ertt undir henni skjól góð í landnyrðingi, en miður í norð- anátt. A einttm stað sér þar fornlegan grjótgarðsspotta, er liggur frá austri til vesturs. Engar aðrar rústir sjást þar nærri. Hygg ég þetta hafa verið skjólgarð, ætlaðan til skýlis fyrir norðan- átt. 52. Hrappstaðir heita norðanundir Þríhyrningi á lág- lendis krók við Fiská, sunnanundir hraunbeiðinni, sem liggur fram- hjá Reyttifelli. Heitir sá krókur Hrappsstaðanes. I því er girð- ing mikil og í girðingunni vestarlega er bæjarrúst, nál. 20 fðm. löng og nál. 10 faðma breið (að meðtöldum liúsagarði). Bjó ég til uppdrátt af henni. Nokkrum föðmum ofar er rúst af' fjósi og heygarði: Er fjóstóftin rúmlega 8 faðtn. að lengd og heygarður- inn 8 faðm. að lengd og breidd, eu honum er skift I tvent með þvergarði Löngum spöl vestar i girðingunni er önnur rúst, sem mér sýnist líklegast að verið hafi kot; þó getur raunar verið, að

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.