Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1898, Page 27

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1898, Page 27
27 hélzt hann framyfir síðustu aldamót. En þá fór þar og alt í sand, og var bærinn þá settur þar sem hann er nú: á ása nefi, sem gjörir bug norður í Árnesskvíslina, og er þar all-einkennilegt bæjarstæði. Þar sem bærinn var næst áður, er nú að gróa upp aftur; en uppi í ásnum, þar sem frumbærinn var, heldur sand- fokið áfram. Upptök þess eru á sandeyrum við Þjórsá. — Ak- brautarholt er nú vanalega kallað Akbraut í daglegu tali. Um akbraut þá, sem bærinn hefir nafn af, eru engar sagnir og eng- in merki. 4. Vakursstaðir hét bær milli Skammbeinsstaða og Stúf- holts. Hann hefir snemma lagst í eyði; menn vita eigi af hverri orsök það var. Þar eru nú fjárhús frá Skammbeinsstöðum. 5. fíorg hefir heitið hjáleiga frá Guttormshaga og staðið undir svonefndu Borgarfelli. Þar er tóft mjög fornleg og girðing í kring, fornleg og sterkleg, en eigi víðlend. Þetta býli mun á- búandi heimajarðar hafa lagt undir sig af frjálsum vilja. En svo er um ótal aðrar eyðihjáleigur víða um sveitir, sem langt yrði upp að telja. Samkvæmt framanritaðri skrá eru hin eyddu býli: í Landsveit 32; i Rangárvallasveit 53; í Holtasveit 5. Af þeim eru aftur bygð (með sömu eða öðrum nöfnum) I Landsveit 13; í Rangárvallasveit 8; í Holtasveit 2. Eyðst hafa þá að ötlu leyti: I Landsveit 19; í Rangárvallasveit 45; i Holtasveit 3.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.