Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1898, Síða 36
36
Sigurður Vigfússon kallaði »blótkeldu« á Þyrli, er svo fjarri öllu
lagi og ölluna sanni (og þar að auki ekki einu sinni við sjálft
hofið), að það getur ekki komið til nokkurra mála, að skoða það
»blótkeldu« eða drekkingar-gröf. Lýsing Sigurðar sjálfs á þeim
stað, sem Kjalnesingasöguhofið á að hafa verið, er heldur ekki
sérlega efnileg (Árbók 1870—1, 67—9). Með öðrum orðum er
blótkeldumálið líklegast að eins »lærð« tilgáta1, hvort sem hún
er eftir höf. sjálfan eða einhvern annan. Urðið sjálft getur vel
verið gamalt fyrir því, en hefir þá liklega merkt eitthvað annað.
Af öllu þessu er þá ljóst, að Kjalnesingasögu greinin öll er
smágrein fyrir smágrein tekin upp úr eldri ritum, Eyrbyggju,
Heimskringlu og Landnámu, og aukin með smá-innskotsorðum til
þess, að hún vrði áheyrilegri og prúðbúnari; þær tvær smá-greinir,
sem eru um fram, eru tilbúningur að öllu eða mestu Það er
óhætt að segja, að af allri lýsingunni verður ekkert eftir, nema að
eins orðið: blótkelda, og nú geta menn lagt svo mikla eða litla
þýðingu í það, sem vill. En hitt getur ekki orðið skýrara, að
sagan er alveg marklaus eins i þessu sem öðru, og ætti aldrei
að vitna til hennar, þegar um forn hof er að ræða, heldur að
eins til þeirra rita, sem telja má áreiðanleg og lýsing Kjaln. er
tekin úr.
Menn mega yfir höfuð að tala vara sig á þvi, að visa til
yngri rita, sem eru afskriftir af eldri ritum, þó nokkuð kunni
stundum að vera aukin og að útliti til fyllri. Áður en ég lýk
þessu máli, vil ég taka eitt dæmi, sem talar svo greinilega, að
það verður eigi misskilið, og á það skylt við þetta mál.
I Oláfssögu Tryggvasonar eftir Odd munk Snorrason stendur
(í 41. kap. i Hólmabók, 53(50) í Árnabók, Grothsútg.): »ok sögðu
(segir byskup konungi AM) hvar hvarki goðit var (hvergi þeirra
var guðanna AM) ok. (en AM) Þórr var i miðju hofinu (húsinu
AM) ok hafði mest yfirlát«. Svo hljóðar elzta lýsingin frá siðasta
hluta 12. aldar, en er konungr kom þar, sem goðin váru, »þá sat
þar Þórr ok var mest tlgnaðr af öllum goðum, búinn með gulli
ok silfri«. Svo segist Snorra frá; hann hefir dregið saman og
stytt sögu Odds; setur var mest tígnaðr fyrir hafði me.st yfirldt
og bætir svo sjálfur við greininni um silfrið og gullið til þess,
að gera Þór glæsilegan i frásögninni. Þessi viðbót er þó saklaus,
1) Vera má, að hún eigi rót sína að rekja til skýringar-greinar 134. rið
Adam af Bremen (rit hans var til á íslandi á 13. og 14. öld); þar segir, að við
nppsalahofið sé »hrunnur« (fons), er lifanda manni sé steypt i. Ef líkið fyndist
ekki, mundn goðin heyra bæn manna,