Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1902, Síða 5

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1902, Síða 5
króka eða snarci bugi. Þetta nes mun Gunnar hafa haft í huga. »Þar er vígi nokkuð«, sagði hann. Fyrir vestan ána, þar sem hún rennur nú, er einstakur steinn, ávið flatur; mundu j menn geta staðið á honuin og haft rúm til að verjast. Hafa menn ætlað, að sá steinn væri »vígið« og kall- að hann Gunnarsstcin. Þaðan er og skamt til dysjanna, sem fundist hafa á þessum stöðvum . Sá galli er þó á, að þessi steinn er ekki í nesinu (sem nú er austann'egin árinnar). En þar er líka annar steinn á horninu við ána, þar setn hún þverbeygist vestur í neðra gilið: hann er sprunginn í tvo hluti, og er þó hvor hlutinn stór sem bjarg. Má ganga gegnum glufuna milli þeirra. Þeir eru kallaðir: »Vígið«, enda virðast þeir hafa getað verið allgott vígi. En þeir hafa alt af verið austanmegin við ána, eins þá er hún lá fyrir austan nesið. Að vísu kann líka að mega kalla hornið, sem »Vígið« stendur á, nes. En Njála sýnist að benda til þess, að Gunnar hafi eigi hlevpt austur yfir ána, heldur að eins austur að benni. Og dys þeirra sem féllu hafa fundist fyrir vestan ána, ■— er þar blés upp, — og bendir það til þess, að þeim megin hafi bardaginn verið. En þar sem nesið hefir verið, stendur líka einstakur steinn við ána, og hefir í vatnavöxtum staðið út i henni; hann er hár og strítumyndaður ofan og verður ekki komist upp á hann, en hann er nægilega mikill ummáls til þess, að þrír menn hafi getað haft hann að bakhjarli, og þó enn betur ef hann hefir verið meiri ummáls áður. Og það lílur svo út, sem brotnað hafi utan úr austurblið hans fyrir ekki alllöngu. Sé haldið fast á því, að vígið, sem Gunnar sótti til, hafi verið í nesinu, þá sé eg ekki betur, en að þessi steinn hljóti að vera hinn rétti Gunnarssteinn. En sé rýmri merk ing lögð i orðin: »fiar er vígi nokkuð« og þau látin þýða sama sem: Þar nœr er v'gi nokkuð, þá getur sá Gunnarssteinn, sem sýndur er, ver- ið hinn rétti. »Nesit« á við árlmginn eins fyrir pví. Vigið getur haftnafn af öðrum, gleymdum atburðum. Skamt framar heitir Orustuhóll. Hann er nokkuð langt frá, til þess að hafa nafn af orustu Gunnars og Starkað- ar. En sé hóllinn kendur við aðra, gleymda orustu, þá getur manni dottið í hug, að úr þeirri orustu kunni rnenn að hafa flúið í »Vígið« og varist þaðan. En um það er til einskis getur að leiða. 2. Einvígi. í neðra árgilinu, sem nýlega var nefnt, gengur á ein- um stað klettsnef fram í ána að vestanverðu, svo hún rennur þar í þrengslum. Það er neðarlega í gilinu. Heitir sá staður Einvígi, og er sögn manna, að þar hafi þeir Flosi og Ingjaldur skotist á yfir um ána. Eins og nú hagar þar til, er þetta samt ekki sem líklegast. Klettanefið er lágt og óslétt ofan, svo ekki verður riðið þar fram á, en Ingjaldur fór ekki af baki. Og á þessum stað er gilið víðara ofan til en á sumum öðrum stöðum. I Iugsanlegt kann að vera, að það hafi víkkað síðan; en líklegra þykir mér þó hitt, að örnefnið Einvígi hafi fluzt frá uppruna-

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.