Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1902, Side 6

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1902, Side 6
6 stað sínnm að hinu einkennilega klettsnefi; nema jþað, hafi nafn af öðrnm atburði. En hvað sem um það er. Þetta örnefni, og munnmælin sem því fylgja, vöktu mig til umhugsunar um það, hvar líklegast væri að þeir Flosi og Ingjaldur hafi hittst við ána. Njála tekur það eigi fram, en helzt er af henni að ráða, að brennumenn hafi þegar á Bergþórshvoli tekið það ráð að heintsækja Ingjald, og því riðið upp Landeyjar og Hvolhrepp til Rangár. Að því sieptu, hve djarft það var, að fara svo fyrir augum allra héraðsbúa, þá má þó telja vist, að þeir hefði farið hina beinustu og greið- ustu leið: hjá Velli og Argilsstöðum1; þá lá ieið þeirra ekki að Rangá fyr en við Þorveirsvað, og þar áttu þeir að fara yfir, er þeir ætluðu að Keld- um. Það hefði verið meiningarlaust fyrir þá, að gjöra sér krók lengra upp með ánni. Ingjaldur hefði þvi átt að mæta þeim við vaðið; eg get ekki hugsað mér það annarstaðar. Og hvernig stóð á ferðum hans? Af sögunni er helzt að ráða, að hann hafi þá þegar verið orðinn vís þeirra tíðinda sem gjörst höfðu um nóttina, vitað að Kári var á iífi og ætlað á fund hans. En hvert? Kári reið fyrst að Hofi, og þangað var líklegast að Ingjaldur færi til móts við hann. En þá lá leið hans ekki um Þor- geirsvað og ekki nærri þeirri leið, sem gera verður ráð fyrir að brennu- menti hafi farið, þar eð þeim hlaut að vera um að gjöra, að vera sem skjótastir. En þó eg geri ráð fyrir því, sem mér virðist líklegra, að Ingjaldur hafi ekki verið orðinn vís tíðindanna, en farið að einhverjum erindum, öðr- um en að hitta Kára. þá get eg samt ekki skilið, eftir því sem vegum og landsiagi hagar, að þeir hafi hizt annarstaðar við Rangá, — svona af tilviljun, — en við Þorgeirsvað, — úr því eg á annað borð geng út frá þvi, að þeir hafi fiirið Hvolhreppsleiðina. Ekkert er á móti því, að brenni- menn hafi sjálfir sagt Ingjaldi tiðindin, þó sagan geti þess ekki. Að eins sýnist ólíklegt. að þeir hefði látið lenda við það, að kallast á og skjótast á yfir ána, ef þeir hefðu hizt þar, sem þeir gátu komist yfir hana. Þá hefðu þeir ekki stilt sig um það En þar af leiðir, að þeir hafa ekki hizt við vaðið. — En hvar hittust þeir þá? Mér sýnist úrlausnin greiðari, ef eg leyfi mér að ganga út frá því, að hér hafi ókunnuglejki söguritarans leitt hann til að hugsa sér ferðir 1) Nafn þessa bæjar hefir Á. M. (afskrift, sem eg hefi séð): »Arn- kelsstaSir«, og er þaS ef til vill réttara: Árgils getur raunar veriS mannsnafn: ÞaS svarar til: Þorgils eins og ÁrmóSur til: Þ o r m ó 3- u r. En fágætt er þaS. NafniS ArnkelsstaSir gat á seinni tímum breyzt í »Á r g i 1 s s t a S i r«: veriS skoSaS sem þaS væri kent viS á r g i 1 i 5, sem þar er, —- þegar sú regla var tynd, aS kenna »staSi« aS eins viS m a n n a n ö f n, eöa eitthvaS paS, er m e n n settu á þann eða þann s t a S,

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.