Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1902, Síða 7

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1902, Síða 7
/ manna öðru vísi farnar en raunar var, — og á það má víðar benda. — Eg hugsa mér þá, að alt hafi gengið sem eðlilegast: að fyrsta hugsun Flosa, er hann heyrði að Kári lifði og lið mundi að þeim sækja, hafi ver- ið sú, að leita ráðs til undankomu; haíi hann þá þegar hugsað sér að leita upp í dalinn í Þrihyrningi, og svo hið bráðasta riðið sem leið lá þangað. Á leiðinni var fyrst tími til að minnast á Ingjald, og þá talast það til, vegna ákafa þeirra, að þeir skreppi snöggvast út eftir og drepi Ingjald, áð- ur en þeir leggi upp á Þríhyrningsháls, áleiðis til dalsins. Svo geri eg ráð fyrir, að þeir hafi ætlað beinustu leið frá Holtsvaði til Reynifellsvaðs, sem er á Rangá fyrir neðan árgilið neðra, en séð þá Ingjald ríða niður með gilinu hinurn megin og þvi snúið þangað, en komist eigi yfir til hans, því þar er ófært. Hann hygg eg óvitandi um það er orðið var, en snúið til móts við þá að árgilinu og spurt tíðinda, — það má kallast á yfir það. Þeir hygg eg hafi sagt sem satt var, — og síðan hafi far- ið sem sagan segir. Til forna mundu æfðir menn víða geta skoðið spjóti yfir gilið, en þó annarstaðar fremur en við Einvígi sjálft, eins dg þar er nú. Á þessu sýnast mér engin veruleg ólíkindi. Guðrún Guðmundsdóttir á Reynifelli, —• hin sama sem nefnd er í Árb. fornl.fél. 1898, bls. 19. — sagði mér frá munnmælunum um Ein- vígi, og hygg eg að þau hafi leitt mig til ljósari og réttari hugmyndar um þetta atriði sögunnar, en eg hafði áður. 3. Þorgeirsvað. Til suðurs og suðausturs frá bænum Keldum ligg- ur dálítil sléttu-spilda, sem er lægri en hraunin í kring og því dalmynd- uð. Liggur austan að henni hraunbrúnin (heiðarbrúnin) sem Rangá kemur fram úr um Einvigis-gilið; en að suðaustan liggur að henni hraun- rani sá, sem kallaður er Krappinn. Hann er mjór, en svo iangur, að hann gengur niður með allri norðvesturhlið Vatnsdalsfjalls, eða Árgilsstaða- fjalls, ofan fyrir Árgilsstaði. Er þar skora milli íjallsins og hraunsins, — sem jafnan er, — og rennur Fiská eftir þeirri skoru, en fellur í Rangá er hraunranann þrýtur. Rangá rennur niður með norðvesturjaðri þessa sama hraunrana, og er á öllum þeim vegi örskamt milli ánna; þó sést hvorug frá annari, þvi hraunjaðarinn er hár eftir miðjunni og hólóttur. Beitiland er þar gott. Skamt frá neðri enda hraunranans má sjá, að Rangá hefir fyrrum runnið þar út í milli hraunhólanna og fram úr hraun- inu. Nú rennur hún með hraunjaðrinum niður úr gegn, en sá farvegur hennar, sem út í hrauninu liggur, er þur og uppgróinn fyrir löngu. Er að ætla, að sú breyting hafi orðið 1294, er annálar segja, að »Rangá féll úr farveg sinum». Nokkrum spöl ofar stendur upp úr nfiðri ánni dálít- ill, strýtumyndaður hraunsnagi. Hann er kallaður Þorgeirssteinn, og er sagt, að við hann hafi fest lík Þorgeirs Otkelssonar. Er og ekki um aðra steina að villast. Enda ber þetta vel heiin, þvi Þorgeirsvað er þar stuttum spöl ofar. Þar sem Njála segir (kap. 72) »ok rekr hann ofan á

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.