Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1902, Síða 14

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1902, Síða 14
M Merkiárýarvegur heldur raunar ekki nafni Merkiár. En munnmæli segja, að hún hafi fyrum runnið í Þverá út hjá Lambey. Og það ber heim, að hinn svo nefndi fljótsvegur, sem áður er nefndur, hefst þarfram- undan, sem kvíslin tekur Merkiá, og liggur þar, sem Merkiá mundi liggja, ef kvíslin tæki hana ekki; hann liggur suðvestan fram með Teigssandi endilöngum og þrýtur nálægt vesturenda hans. En þar eru nú blástrar, svo eigi er von að það sjáist þó þessi farvegur hafi áður náð iengra vest- ur eftir, þar er landslagið er svo breytt. Og nú stendur líka svo á, að ef vatn, sem rynni eftir »fljótsveginum«, héldi áfram í sömu átt út yfir blástrana, þá mundi það einmitt lenda í Hemlufljótinu við upptök þess. Það eru því engin ólíkindi, að Hemlufljótið sé einmitt forn farvegur eftir Merkiá, en að hún hafi síðar stíflast af sandfoki, og þá tekið sér farveg út í Þverá hjá Lambey; hafi hún svo haldið þeim farvegi þangað til fljóts- kvísiin kom og tók hana. Veituhekjarfarvegurinn í Vorsabæjarvelli er ekki hvað sízt merkilegur. En eg hefi ritað um hann í Árb. fornl.fél. 1900, bls. 3, og hefi engu þar við að bæta. Því læt eg nú nægja að visa til þess. Landbrot hafa kvíslar Markarfijóts gjört mikil á ýmsum tímum, og ber láglendið að ofanverðu menjar þess, með hinum miklu og víðlendu aurabreiðum, sem þar liggja. Ut frá kvíslum þeim er nú renna, eru aura- breiðtirnar gróðurlausar; en víða eru þær grónar upp aftur, og það fyrir svo löngu, að nýrri farvegir, sem liggja gegnum þær, eru sumstaðar einn- ig grónir upp aftur. Það er aúðséð, að alt svæðið austan frá Gunnars- hólma og Vörsabæjarvelli vestur að Árkvarnartúni og Teigssandi, og fram að Auraseli og Höfðanum hefir á sínurn tíma verið eitt mildð landbrot, Vatnið, sem olli þessu landbroti, hefir svo horfið frá aftur, er það hafði borið svo mikla möl undir sig þar, er það rann úr Markarfljóti, að fljótið sjálft lá lægra. Þá hefir öll þessi rnikla aurabreiða gróið upp. Getur varla hjá því farið, að langt tímabil hafi liðið svo, að enginn áll úr Mark- arfljóti hafi ónáðað Aurana, — nema Prófastsállinn: hann hefir á sínum tima kastað sér vestur á nýgræðuna og brotið sér þar farveg í bugðum og hlykkjum, en loks hringað sig austur fyrir Vallarhornið og austur i Álana. Sá farvegur er nú lika uppgróinn. Jarðvegurinn á þessari miklu nýgræða er orðinn svo þykkur og næstum ellilegur, að maður gæti trúað, að hann væri eldri en bygðin i landinu, ef Veitulœkjarýarvegurinn í Vorsa- bæjarvelli bæri ekki þegjandi vottinn á móti 'því. Vegsummerkin, sem sýna það, að hann hefir verið notaður til áveitu, þau sýna um leið, að vatn hetír runnið í honuni lengur eða skemur eftir að bygð var kornin. Hann hefir þá kornið lengra innan að og runnið ofan á jarðvegi, sem eigi var lægri en Völlurinn. En þá er sá jarðvegur, p’rir innan Völlinn, var brotinn burtu, þá komst vatnið eigi lengur fram í farveg sinn á Vellinum, því Völlurinn var þá hærri en aurarnir fyrir innan; og svo er enn, að

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.