Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1902, Side 18
i8
riksson, sem lengi var ráðsmaður hjá síra Skúla Gíslasyni á Breiðabólstað,
— en er nú í Vestri Garðsauka, — greindur og merkur maður, — hafði
löngum fjárgeymslu á Aurunum og fór oft þar um, sem nýlega var upp-
blásið, — en jarðvegurinn, sem af var blásinn, hafði verið mjög þykkur,
— sagðist oft hafa fundið þar í sandinum ófúna trjástofna, langa og digra.
Varð hann að grafa frá sumum tii að ná þeim upp. Eitt tré fann hann,
sem hafði rætur á öðrum enda en greinar á öðrum, sem hann hjó af og
lét verða eftir í sandinum, svo reisti hann tréð upp og festi það þannig,
að greina-endinn var niður en rótarendinn upp. A honum var krókur
svo sem alin frá rótinni. Svo reið Benidikt undir krókinn og rétti svipu-
skaftið svo hátt sem hann mátti, .en náði þó ekki króknum. Þetta gjörði
hann að gamni; en af því má marka lengd trésins. Þó var það ekki
meira en rúml. ’/4 al. í þvermál. Fleiri menn fundu þar tré, og sagði Beni-
dikt að sér hefði verið sagt frá einu, sem þrír menn urðu að velta: »Það
var digurt eins og kaggi«. Kvaðst hann ætla, að það mundi lítt ýkt, því
digra drumba hafði hann sjálfur fundið. — Um trúverðugleik Benidikts
efast eg ekki, því eg þekki hann vel. — Þykt jarðvegarins, sem blés af á
þessum slóðum, má marka af því, er Páll í Ey sagði mér. Þá er hann
mundi fyrst, kríngum 1860, voru svo háir melar fyrir ofan Ey, að bær-
inn á Breiðabólstað sást ekki upp yfir þá heldur að eins Háakot, sem er
efst á túninu. Nú eru þeir rnelar blásnir burt, og sér nú vel bæinn
Breiðabólsstað frá Ey.
Enn sagði Vigfús bóndi Bergsteinsson á Brúnum mér frá því, að þá
er lítið vatn er í Eauska, má sjá á endana á uppstandandi trjástofnum
undir bökkum hans, og er 3 álna þykt malarlag ofan á; en í vatnavöxt-
um grefst undan bökkunum, losna þá stofnar þessir og rekur suma áland
þar framar. Kvaðst hann t. d. hafa fundið einn 3 al langan og ’/4 ak
digran, borið hann heim og lagt hann yfir sund milli garða tveggja eða
veggja, þar er hann að eins náði yfir, sezt svo sjálfur á hann miðjan, til
að reyna hvað hann þoldi, og hefði hann svignað lítið eitt, — því ófúnir
væri stofnar þessir allir og börkurinn á. Sama sögðu þeir Guðmudur og
Benidikt: að börkurinn hefði verið á stofnunum, þeim er þeir sáu, Það
mun vera langt siðan að slikir stofnar tóku að finnast við Fauska, því
líklegt er hann hafi nafn sitt af þeim. — Vigfús á Brúnum er vitur mað-
ur og í miklu áliti. Enda vissu fleiri um þetta, þeir er eg talaði við.
Rit gefa ekki tniklar upplýsingar um þetta mál. Þó má óbeinlinis
ráða það af jarðabók A. M., að 17x1, er hún var rituð hafi fljótskvíslin
enn ekki verið komin, eða að minsta kosti ekki farin að spilla jörðunum
svo, að talandi þætti um. Og má þó sjá, að fæstir hafa gleymt að skýra
frá skemdum á jörðum þeirra. A Hlíðarenda er t. d. talað um skriðu-
rennil á engjarnar. Það hafa verið smáskriður ofan úr hlíðinni, sem voru
víst lítilvirði móti þeim skaða sem vötnin gerðu. Má því nærri geta, að