Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1902, Page 19

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1902, Page 19
19 honum hefði ekki verið slept, ef hann hefði þá verið byrjaður. Þar seg- ir um Réttarhús, hjáleigu frá Hlíðarenda: »A túnið ber leir, sand og grjót í landsynningum og vatnavöxtum«. Um þá hjáleigu veit nú enginn. En af þessum orðum er helzt að ráða, að hún hafi staðið fyrir neðan engjarn- ar, líklega við Merkiá, því þar mundi hættast við skemdum »i landsynn- ingum og vatnavöxtum«. Þeim skemdum gat Merkiá ein valdið, meira þurfti ekki. Þar er talið Gambranes með 50 al. landskuld, sem þó hafði verið lækkuð úr 60 al. fyrir fám árurn, og er ekki getið um örsök til þess. Þar eru þá 4 kýr, 1 naut 2 v., 1 kvíga, 1 naut ungt, 22 ær, 7 gimbrar 1. v., 1 sauður gamall, 2 3. v., 3 2, v., 7 1 v., 2 hestar, 3 hryssur, 1 ungt hross. Fóðrar á heyjum ^ra kúa þunga. Þessi áhöfn á jafnlitlu býli og Gambra hefir verið, bendir til þess, að landið hafi þá haldið sér óskemt, enda er ekki annars getið. Gláma er nefnd hjáleiga frá Kirkjulæk. Hún stóð í oddanum þar er Þverá og Kvoslækjará koma saman. Um hana segir svo: »Af túni og engjum brjóta á báðar síður Þverá og Kotslækjará; liggur jafnvel und- ir eyðileggingu«. Hér sést ekki að Þverá sé skaðlegri en Kotslækjará (eða Kvoslækjará); mundi hún þó óliku aðgjörða meiri, hefði hún verið eins og nú. Glámuland er nú horfið að kalla má. Allar helztu jarðir í Innhlíðinni eiga land fram á Aurum, sem án efa hefir i fyrstu verið samvaxið graslendi upp að túnunum. Eg get því ekki hugsað mér kvíslina kotnna, án þess ástæða þætti til að tala um skemdir af henni. Samt vil eg ekki fullyrða þetta; því við jarðirnar sem að Affallinu liggja, er heldur ekki talað um skemdir af pess völdum, held- ur af sandjoki. Þó var Affallið þá komið, því kvartað er undan, að á Bergþórshvoli spilli það reka. Af þessu verður að draga þá ályktun, að 1711 hafi Affallið verið komið fyrir löngu, en ekki valdið nýjum skemd- um þá nýlega, og því ekki þótt ástæða til að minnast á það, nema á þessum eina stað. Skemdir af Affallinu hafa heldur aldrei komizt í sam- jöfnuð við þær skemdir, sem Þverá (með fljótskvíslinni) hefir stöðugt vald- ið. Og það er enda næstum sjálfsagt, að Þverá hefir á sumum stöðum valdið skemdum áðtir en fljótskvíslin kom til. Þannig hygg eg standi á því, er Á. M. segir, að hún brjóti af Kollabæjar- og Torjastaða-eng)um, auk þess sem áður er getið við Glámu. Sandfokið, sem kvartað er yfir á þeim jörðum, er liggja austanmeg- in við Affallið, hefir komið frá uppblástri þeim, er eyðilagði Vörsabæ hinn forna. Hann var þá eyddur fyrir 4 árum, en hjáleigan Hósknldsgerði fyrir 30 árum, einnig af sandfoki. Þar er enn getið Larnbeyjar, að hún hafi lagzt í eyði fyrir 80 árum, og var það af sandfoki, en ekki af Þverár völdu-m. A landsuppdrætti eftir Sæmund Hólm, sem gjörður er 1777, er sýnd

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.