Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1902, Síða 31
ur. En hann dó litlu síðar sama ár. Fekk Benidikt þá annað að hugsa,
og urn vorið fór hann úr Hlíðinni. Var þá ekkert hirt um fundinn og
liðu svo ó ár. Þá bar svo við, að umsjónarmaður Forngripasafnsins, er
þá var Pálmi Pálsson, heyrði fundarins getið. Gjörði hann þegar fyrir-
spurn um hann, (18. ág. 1894). Þeir Gunnar fengu þá Odd Oddssön á
Sámsstöðum, sem nú er á Eyrarbakka, gullsmiður og vel að sér, til að
svara fyrirspurninni. Lýstu þeir fundinum fyrir honum eftir því sem þeir
mundu bezt, sýndu honum staðinn og það sem eftir var af mununum.
Oddur brást vel við; setti sig svo nákvæmlega inn i málið, sem unt var
eftir svo rnörg ár. Hann skrifaði lýsingu á fundinum, — og er hún
geymd með skjölum Forngripasafnsins, — og hann tók i vernd sína það,
er eftir var af fundar-mununum, og kom þeim í safnið. Það voru: 1.
Sandsteins-undirkvörnin (Nr. 4104); hún er nál. 23 þml. í þvermál, en varla
2 þml. þykk, og er hún án efa mjög slitin, augað er um 3 þnil.; hún er
jafn-ávöl ofan, en lítið kúpt neðan, er því þynnri til randa en í miðju;
eigi er hún alveg kringlótt, en þó nær því. 2. Tvö brot úr liraunsteins-
yfirkvörn (Nr. 4105), sem virðast eiga saman, falla þó eigi alveg, enda
vantar meira á kvörnina. A þeim rná sjá, að augað hefir verið heldur
víðara en 3 þml. og hefir kvörnin verið mjög kúpt, eða hvelfd, kringum
augað, en því minna hvelfd, sem nær dregur röndinni. I báðurn þessum
brotum er gróp eða skora eftir »segl«, og er hún of mjó til þess, að
seglið hafi verið úr tré. Breiddin frá auganu út á röndina, þar sem hún
sést, er nær 9 þml. 3. Önnur tvö brot ur hraunstcins-yfirkvörn, að því er
virðist; geta ef til vill verið úr sömu kvörninni, en falia þó ekki í skörð
hennar og eru oflítil til þess, að fylla þau. 4. Rennustokksýjölin; sjást á
henni öðrum megin naglagöt, þar er hliðarfjöl hefir verið fest við. Eru
þessir munir nú i Forngripasafninu. — Sumt aí kvarnabrotunum var týnt,
er Oddur kom til, og fjalasprekunum hafði fyrir löngu verið brent, ásamt
öðrum fúaspýtum. Mundu finnendur ógjörla eftir þeim hlutum. Þeir
höfðu jafnvel gleyrnt, hvaða ár það var, er fundurinn fanst.
Þá er eg i sumar (1901) átti tal við Benidikt Diðriksson, sagði hann
mér frá fundinum og lýsti honum. Bar frásögn hans saman við lýsingu
Odds, og bætir enda nokkuð upp það, að Oddur vissi eigi af fundinum,
fyr en svo langt var liðið. Það sem hér er ritað, er tekið eftir þeim
báðum.
í niðurlagi lýsingar sinnar tekur Oddur það fram, að hér liafi vissu-
lega verið allmikið mölunarverkstæði til forna. Og um leið segir hann
þá ætlun sína, að kornsins, er malað var, muni hafa verið aflað þar ná-
lægt. Bær, er Kotmúli heitir, stendur skamt vestur frá Torfastöðum. Þar
sunnan í túninu sér til fornra girðinga; hyggur Oddur það akra, og að
bærinn hafi í fyrstu beitið Kornmúli. Má þetta vel vera. Hvergi hér á
landi mun vænna til kornyrkju en í Fljótshlíð, og þá lika á þessum stað.