Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1902, Side 40

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1902, Side 40
4o Skýrsla. I. Ársfundur félagsins. Ársfundur félagsins var haldinn 25. okt. 1902 eftir fundarboðun með mánaðarfyrirvara í Isafold. Formaður skýrði frá rannsóknum kapt. D. Bruuns á Austurlandi í fyrra sumar og gat þess að félagsmenn mundu fá skýrslu um þær í fylgi- riti með Árbókinni þetta ár, og að næsta ár mundi koma nákvæmari skýrsla um fornleifar þær, er þar hefðu fundist, ásamt myndum af þeim. Þessu næst skýrði hann frá að fyrir góðfúslega milligöngu Péturs alþingismanns Jónssonar hefði félagið fengið leyfi til að rifa hlöðu þá í Ilörgsdal, er skýrt er frá í Árbókinni 1901, og hefðu þeir kapt. D. Bruun og dr. B. M. Olsen gjört rannsókn þar með góðum árangri; mundi skýrsla um hana með myndum koma i næstu Arbók. Ennfremur skýrði hann frá, að Brynj- ólfur [ónsson hefði í sumar farið rannsóknarferð um Reykjanesskaga og mundi skýrsla um hana koma í næstu Árbók. Að síðustu gat hann þess að Árbókin mundi í þetta sinn verða venju minni og myndalaus, eigi að eins vegna hins mikla kostnaðar við rannsóknina á Hörgsdalsfundinum, heldur og af því, að næsta ár mundi Árbókin verða óvanalega stór og kostnaðarsöm. Fram var lagður endurskoðaður reikningur félagsins fyrir 1901 og höfðu engar athugasemdir verið við hann gjörðar. Þvínæst var borin upp tillaga félagsstjórnarinnar um breyting á 10. gr. félagslaganna svolátandi, að orðin: ýlögmætur fundur . . . . á fundi og« falli burt, og var hún samþykt. Að lokum hélt dr. B. M. Olsen fyrirlestur um Hörgsdalsfundinn. II. Reikning'ui' Hins íslenzka fornleifafélags 1901. Tekjur: kr. a. 1. í sjóði frá f. á.................................................1167 32 2. Tillög og andvirði seldra Árbóka (fskj. 1).................... 163 50 3. Gjöf frá Miss Corn. Horsford.................................. 8 02 4. Styrkur frá Forngripasafninu til að spyrja uppi forngripi . 100 00 5. Styrkur úr landssjóði........................................... 300 00 6. Til jafnaðar við eftirstöðvar í árslok 1901, stafl. a . . 800 00 7. Vextir á árinu: a, úr sparisjóði til 31/12 ’oi................... kr. 5 08 b, af bankavaxtabréfum til 2/7 ’oi . . . . . — 18 00 23 08 Samtals 2561 92

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.