Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1903, Side 2

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1903, Side 2
2 verið bigður í heiðni. Eru og fxir í túninu miklar og fornlegar tóttarústir. Og svo sem stekkjarvegi iirir austan túnið er forn girðing, á að giska dagslátta á stærð, og í henni dálítil bæjarrúst, forn. Þar heitir þrælagerði, og bendir það einnig til heiðni. Samt er þessa bæjar, Hörgsdals, hvergi getið í gömlum ritum, og hlítur hann að hafa lagst snemma í eiði. Getur þess i Auðunnar máldagabók, sem talin er rituð 1318, að þá átti Helga- staðakirkja selför í Hörgsdal.1 Var sú selför notuð fram ifir síðustu alda- mót (1800). Enn nálægt 1820 var þar afturgerður bær og hefur bigð haldist þar síðan. Nú bír þar Arni bóndi Flóventsson. Vorið 1890 (eða 1891?) bigði hann heihlöðu þar á túninu skamt norður frá bænum. Þar var áður tóftaupphækkun, sem höfð var firir heistæði. Gróf Arni first gröf nær 8 álna langa og 6 álna víða, og þá er hann hafði grafið 2ljt al. djúpt niður, varð firir honum grjótbálkur um þvera gröfina, nær miðju hennar. Gróf Arni ekki út firir enda hans. Bálkurinn var hlaðinn af hnöllungsgrjóti, heldur smáu — annað grjót er þar ekki. — Var hann nál. 1 al. á breidd, tæplega 1 al. á hæð uni miðjuna, enn lækkaði til endanna, svo að hann var þar ekki ifir '/2 al. á hæð. Viðarkolaagnir vóru víða milli steina í honum. A gólfinu til beggja hliða frá bálkinum, svo vitt sem gröfin náði, var gólfskánj urn 2 þuml. þikk; hún var mjög blandin viðarösku. Einnig vóru viðarkolaagnir til og frá um gólfið. Viðarkola- eða öskuhrúga varð þó hvergi firir. A miðjum bálkinum, þar sem hann var hæstur, stóðu 4 steinar í ferhirning; þeir vóru jafnháir allir, hjer um bil 8 þurnl. á hæð. Hellusteinn mikill lá ofan á þeim; minduðu þeir eins og hlóð undir hon- um. Hann var vel 8 þuml. þikkur, 1 ’/a al. langurog 1 al. breiður. Of- an í efra ifirborð hans, um miðju þess, beint ifir hlóðunum, var klöppuð hola eða skál, sporöskjuminduð, nál. 15 þuml. löng, 10 þuml. breið og á að giska 3 þuml. djúp. Eldslitur var á henni innan, og á'öllu efra ifir- borði steinsins; náði sá eldslitur meira enn l/2 þuml. niður í steininn. Þar á móti sáust engin eldsmerki á neðra ifirborðinu og ekki heldur á hlóð- unum. Þar var aðeins lítið eitt af viðarkolaögnum eins og annarsstaðar. I hlóðunum lá dálítill hnöllungssteinn, á stærð við lítinn hleðslustein; hann er ívíðflatur, og er bolli klappaður ofan í efra ifirborð hans. Bollinn er nær 4 þuml. í þvermál, enn varla 1 þuml. á dípt. A 3 stöðum höfðu flísar verið brotnar úr hliðum steinsins, og þar á milli eru víða klöppuför, svo sjest og, að ójafna nokkur hefur verið klöppuð burt á einum stað utan við bollann. Lítur út firir, að birjað hafi verið á að laga steininn að utan, en hætt við það aftur. Ekki- sjer eldslit á hon- um. Hjá honurn lágu í hlóðunum fáeinir kljásteinar og tvö tinnubrot lítil. Arni var einn að verkinu, og gat hann ekki ráðið við stóra steininn heilan. Og án þess að hugsa sig um tók hann járnsleggju og braut hann 1) ísl. fornbrjefasafu II. 436. bls.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.