Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1903, Síða 20
20
uriga þykt lag af viðarkolaösku, í mesta lagi 3 fet á hvern veg, hefir þar
því einhvern tima verið gert til kola.
Ollum þessum menjurn úr leiðinu var haldið til haga og eru hross-
beinin sérstaklega merkileg fyrir þá sök, að þau fundust þar nær öll í
heilu líki og voru svo ófúin og heilleg, að eftir þeirn mátti vel ákveða
stærð hestsins; er þetta í fyrstá sinn, er svo forn hrossbein (nær 900 ára
gömul) hafa fundist svo heil og ósködduð hér á landi. Varaumsjónar-
maður H. Vinge hefir síðan rannsakað beinin og sannnð, að hestur þessi
hefir verið smávaxinn, svo sem hestar gerast hér á landi nú á tímurn, ef
til vill litlu stærri.
Af þessum fundurn má ýmislegt marka um greftrunarsiðu fornmanna
í heiðni á Islandi og Reykjaselsfundurinn virðist að minnsta kosti bera
vitni um metorð kvenna í þjóðfélaginu og að endingu má af honurn fá
skýringar á ýmsum atriðum-, er snerta klæðnað manna i fornöld.
III. Kroppsfundurinn,
Arið 1900 fékk Forngripasafnið í Reykjavík fornmenjar, er fundist
höfðu í jörðu á Kroppi í Eyjafirði. Það voru leifar af beinagrindum 2
rnanna, spjótsoddur úr járni, 40 sm. langur og alt að 3 sm. breiður, öx
úr járni, 17,5 sm. löng og 9 sm. breið fyrir egg, hlutur úr bronsi, tæpra
7 sm. langur og er nál., 9 sm. löng og tæpl. 1 ‘/2 sm. á breidd, föst við
aðra hlið hans (tafla IV. 1. 2. 3.). Skýrslu um fundinn vantaði og bað
umsjónarmaður safnsins mig því að útvega sér skýrslu um hann, ef leið
mín Iægi þar nærri, enda fékk eg færi á að skoða staðinn, þar sem þetta
hafði fundist, árið 1902, er eg hafði rannsakað Sprengisand og reið um
Eyjafjörð.
Bæjarhúsin á Kroppi standa hátt á hóli í brekkunum vestan við
þjóðveginn inn frá Akureyri. Þaðan er víðsýni mikið inn í fjörðinn i
suður og í austur yfir um ána. Þjóðvegurinn hefir verið lagður um vestri
bakka árinnar og undir brekkunum að vestanverðu í dalnum; sumstaðar
hafa ranar úr brekkunum verið særðir lítið eitt sökum vegarins og sum-
staðar hefir verið tekin möl í veginn, svo sem verksummerki sýna, gjótur,
malargryfjur og þess háttar. Ein slik malargryfja er við veginn rétt fyrir
neðan bæjarhúsin á Kroppi. Að sögn gekk þar áður frarn undan brekk-
unni dálítill rani, en var mokað burt til uppfyilingar i veginn og nú er
gryfjau ein eftir. Vegagerðarmenn fundu og grófu upp ofannefndar menj-
ar, er síðan voru sendar safninu. Atvikum að fundinum var lýst fyrir
mér á þessa leið: Á rananum, sem áður er nefndur, og fast við brekk-
una fundust leifar af beinagrindum 2 manna á petti, sem farið hefirígröf-
ina, en var 15—20 álnum fyrir vestan (ofan) veginn og var nær 15 fet-