Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 21
21
um hærra en vegurinn og nær 20 feíum hærra en vatnið í ánni. Onnur
beinagrindin lá austar og sneri nálega beint frá norðri til suðurs; á aðra
hlið hennar fanst spjótsoddurinn, við hina öxin, nálega undan mjaðmarstað.
Nálega 3 til 4 fet i suðvestur af þessari beinagrind fanst önnur og var
höfuðið stærra en á hinni, að því er menn rak minni til. Þessi beinagrind
sneri nálega í sömu átt sem hin. Hjá henni fanst hlutur sá úr bronsi,
er áður var nefndur. Engar fundust þar menjar aðrar en þær, er til
safnsins hafa komið. Engin merki sáust þess, að grjóti eða þess háttar
hefði verið hlaðið að líkunum.
Af þeim menjum, er í leiðunum fundust, má ráða, að eystri beina-
grindin muni vera af manni, en vestari beinagrindin af konu, þar sem
engin vopn fundust hjá henni, heldur hlutur, sem kona mundi helzt
hafa átt.
Að öðru leyti er það merkisatvik, að kvenhöfuðið hefir þá verið
stærra en karlshöfuðið, svo sem sjá má af rannsókn Guðmundar læknis
Björnssonar, er nú skal greina og gerð er eftir beiðni minni:
Tvenn íslenzk fornaldar-bein.
Sumarið 1901 fann Daniei Bruun höfuðsmaður fornaldardys í nánd
við bæinn Brú á Jökuldal. I dysinm fundust mannsbein og hestbein, ýms-
ir skrautgripir og fataleifar, en engin vopn. Höfuðsmaðurinn hélt, að bér
mundi kona hafa verið lögð í haug — einhver göfug íslenzk hefðarkona
frá heiðinui tíð.
Sumarið 1900 fanst önnur heiðinna manna dys nálægt Kroppi í
Eyjafirði; voru þar teknar upp leifar af tvennum mannabeinum og ýmsir
munir af járni, meðal annars ein öxi, og var þess vegna talið víst, að bein-
in væru karlmannsbein. Ekki höfðu þeir menn vit á fornum fundum,
sem þetta tóku úr jörðu-
í forngripasafninu í Reykjavík voru þessir fundir, Brúarfundurinn og
Kroppsfundurinn, settir á sama borð, og sást þá fljótt, að beinin frá Brú
voru snögt um stærri en Kroppsbeinin; fyrir þá sök efuðu menn að höf-
uðsmaður Bruun hefði rétt að mæla, er hann taidi Brúarbeinin kven-
mannsbein.
Höfuðsmaðurinn hefir nú skorað á mig að gera mannfræðisrannsókn
á bainunum; vildi hann vita, hvort unt mundi á þann hátt að leysa úr
þessu efamáli. Þá skoðun sína, að Brúarbeinin væru kvenmannsbein,
hafði hann fengið eingöngu vegna fornmenjanna, sem fundust, skrautgrip-
anna og fataleifanna, og vegna þess, að engin vopn fylgdu með.
Eg hefi orðið við þessari áskorun, en vil jafnframt láta þess getið,
að eg er ekki mannfræðingur (Anthropolog), enda ætla eg ekki að gera
neina tilraun til þess, að láta af hendi nákvæma vísindalýsingu á beinun-