Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1903, Síða 26

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1903, Síða 26
26 VI. Miklaholtsfundurinn. Síðasta íundinn, er vér skulum minnast á, fann bóndinn í Mikla- holti, nær hálfa mílu í útnorður frá Skálholti í biskupstungum, árið 1841. Þar fundust (tafla V. 1.) 2 kúpt nisti, efri hvolfin krotuð og gullroðin, eitt þríálmað nisti, með krotuðu ormskrúði og gullroðið, ein lítil hringja kringlótt, með samskonar kroti, 11 glertölur: 2 ílangar karníólstölur, átt- strendar, 3 svipaðar tölur úr bergkrystalli, 2 hnöttóttar, hvítar, strendar glertölur, 1 leirtala, 1 græn, hnöttótt glertala, 2 glertölur með tiglum, 1 kjaftamél af beizli, »er voru uppi í hrosshausnum«, enn fremur nokkurt járnarusl, þar á meðal partur (halda) af hengilási. Þetta fanst í haugi og í útsuður af honum fundust enn fremur 4 eða 6 litlar dysjar af hellu- steinum. Þessi fundur var sendur Þjóðmenjasafninu í Kmh. 1841. Síðustu fundirnir tveir fylla merkilega vel upp í eyðurnar í hinurn. Með því að það má teljast fullsannað, að Reykjaselsfuudurinn (= Brúar- fundurinn) er úr leiði konu, þá getur enginn efi á því leikið, að sama megi segja um fundinn frá Sturlufleti, Valþjófsstað og Miklaholti, því að þar fundust engin vopn. Merkileg er skýrslan urn Miklaboltsfundinn, með því að hún tekur af allan efa um, að þar hafi hestur verið dysjaður við hlið konunnar, svo sem í Reykjaseli og á Sturlufleti. Af þessu má sjá, að þessi greftruuarsiður hefir eigi verið mjög fá- líður á íslandi, ef til vill síður en svo, er göfgar konur áttu blut að máli. Þetta hefir að vísu ekki orðið fullsannað um fleiri fundi og stendur lík- lega svo á því, að menn hafa eigi gefið því gaum, hvernig til hagaði, þá sjaldan er leiði hafa fundist. Skartgripirnir í íslenzkum fundum eru venjulega alveg með sama sniði sem þeir gripir, er bornir voru annars staðar á Norðurlöndum á þessu tímabili, og flúraðir voru hinum einkennilegu dýramyndum og þess háttar. Þess er getið i sögunum, að konur skreyttu sig með menjum, king- um Og nistum, auk þess sem þær báru fingurgull og armbauga. Sögurn- ar skýra eigi frá, hvernig þessir skartgripir hafi verið á að sjá, en þá bæta fundirnir það upp, sem á vantar. í leiðum kvenna í Danmörk eru helztu munirnir einmitt skartgrip- ir1 og einna fremstar tneðal þeirra eru nælur, sem venjulega eru með miklu kroti. Fágætari eru armhringar, tölur og hengiskraut. Þessir grip- ir eru venjulega gerðir úr bronsi, að eins ein tegun'd úr járni. Stundum hafa í leiðunum fundist einstök smától, er notuð hafii verið hversdaglega, en sjaldan með öðrum ósamkynja munum. 1) Sofus Miiller: Ordtiingen af Danmarks Oldsager. II. Jernalderen (Kh. 1888—95).

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.