Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1903, Side 34
34
hitti eg engan á því svæði, sem gat gefið mér bendingar um, hvar sá
bær hefði staðið. En siðar í feiðinni, var mér sagt, að Skúlatún héti
hrauni luktur grasblettur uppi undir Lönguhlíð, og sæist þar til rústa, og
að einnig sæist til rústa þar, sem heitir í Helgadal, suður frá Helgafelli.
Til þessara staða kynni eg helzt að hafa getað komizt frá Hafnarfirði eða
bæjunum þar í grend, En þar eð því var löngu slept, er eg heyrði þetta,
þá gat eg ekki skoðað þessa staði í þetta sinn. En sennilegt virðist að
Skúlatún sé sama sem Skúlastaðir og sé dregið saman úr: Skúlastaðatún;
því líklegt er að bletturinn hafi verið nefndur svo, eftir að hraun hafði
flotið yfir alla landareignina í kring og þvi ekki eftir af Skúlastöðum
nema túnið eða nokkuð af því.
4. Hvaleyri. Svo segir í Landn. (I. 2.): »Flóki kom í Hafnarfjörð.
Þeir fundu hval á eyri einni út frá firðinum ok kölluðu þar Hvaleyri«.
Nú er engin »eyri« nálægt bænum Hvaleyri. Hann stendur vestan
Hafnarfjarðar á hálendu, sléttu túui, sem er klettum lukt öllumegin með
sjónum. En bæði sagan og nafn bæjarins sýna, að þar hlýtur að haja
verið eyri, sem hval gat fest á. Hún hlýtur að hafa legið út frá túninu;
enda eru grynningar nokkuð út eftir firðinum vestanmegin leiðarinnar,
sem inn á höfnina liggur Sjórinn hefir smámsaman gengið á landið og
skolað eyrinni burtu Og sama mun hafa átt sér stað austanmegin leið-
arinnar, þvi þar eru einnig rif og grynningar. Er svo að sjá, sem fyrr-
um hafi fjörðurinn eigi verið miklu breiðari en leiðin er nú, — fyr en
inn á sjálfa höfnina kemur. Hún virðist hafa verið lík þvi sem hún er,
en að eins þeim mun tryggvari, sem mjórra var fyrir utan. Þar hefir
Herjólfur ieitað lendingar og svo kent höfnina við nafn sitt: Herjólfshöfn.
En Hafnarfjörður hefir auðvitað, fengið nafn sitt af höfninni. A Hvaleyri
er að sjá að kirkja hafi verið 1650, því á 2 Ijósastökum, sem Krýsuvik-
urkirkja á, stendur, að það ár hafi Helmer Dirichsen lloode, undirkaup-
maður í Hafnarfirði, gefið þá Hvaleyrarkirkju.
5. Kapellu-tóftin í Kapelluhrauni, þar sem sagt er að lik Kristjáns
skrifara hafi verið náttsett, stendur enn að mestu. Raunar er hún nokk-
uð hrunin utan, einkum vesturgaflinn, og eru dyrnar hrundar saman.
Innan er tóftin að öðru leyti hér um .bil heil, Er hún hlaðiu úr smáum,
flötum hraunhellum. Hún er nálægt jöfn á lengd og breidd, ekki fullar
4 álnir. Þakið er dottið ofau í tóftina. Það mun hafa verið hlaðið sam-
an í topp, einnig úr hraunhellum.
6. Gvendarhrunn virðist rétt að nefna hér, þó eigi sé annað forn-
menjalegt við hann, en að sagt er, að Guðmundur bisktip góði hafi vigt
hann. Brunnurinn er ekki annað en dálítil hola ofan í hraunklöpp, svo
að það má undra, að jafnan er vatn í honum og þornar sjaldan alveg
upp. Hann er við veginn milli Þorbjarnarstaða og Hvassahrauns. En
þar eð nú er í ráði að leggja þar nýjan veg á öðrunt stað, þá munu