Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1903, Page 36

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1903, Page 36
36 j bóndi á Utskálum, gaf Jóni biskupi Indriðasyni í prófventugjöf með Hrómundi syni sinum x/4 Útskála og umfram öll þau akurlönd. sem Bjarni hafði keypt til Utskála. Akurlönd þessi hafa verið á Skaganum fyrir norðan Utskála. Sér þar enn votta fyrir að minnsta kosti 18 akur- reinurn, 4—8 fðm. breiðum, sem eru aðgreindar með þráðbeinum, jafn- hliða görðum, er norðast liggja yfir urn þveran skagann, en þegar sunn- ar dregur, takmarkast þeir að vestanverðu af garði, sem þar liggur frá sjónurn langsetis í suðaustur að lítilli hæð eða tóftabungu, sem er skamt frá norðvesturhorni hinna norðustu túngarða í Utskálahverfinu, sem nú eru. Suður- og austur frá langsetis-garðinum og rústinni eru margar stærri girðingar, flestar hér unr bil ferhyrndar, og ná þær alt suður að landamerkjunr Utskála og Kirkjubóls. Hafa það að lrkindum verið töðu- vellir. Þar er nær sjó dregur, eru girðingar þessar óglöggar af sandburði. Fyrir austan þær, þar sem nú er fjárrétt, er sagt að bær hafi verið og heitið Skálareykir. Er sagt, að á þeim bæ hafi hvílt sú skylda, að verja akrana og girðingarnar fyrir ágangi af skepnum. Ekki er getið hvers vegna hann var kendur við reyki. Má vera það bendi til þess, að á þessu svæði hafi fyrrurn verið jarðhitar, sem seinna irafi kólnað, og með þeim jarðhita hafi akuryrkjan þar staðið og fallið. 12. Kirkjuból var kirkjustaður til forna, sem nafnið sýnir. Bærinn stóð áður nær sjó, en var á seinni tímurn fluttur undan sandfoki. Er þar hóll við túnjaðar, sem bærinn var áður. Hefir sandur sléltað yfir hann, en er þó nú aftur grasi vaxinn. 13. A Hajurbjarnarstöðum blés upp dys fyrir nokkrum áratugum. Fundust þar nokkrar forngripaleifar, sem forngripasafnið eignaðist. Nú er dysin aftur sandorpin, og geta menn ekki visað nákvæmlega á staðinn. X 14. Uppsalir hét bær til forna, sem stóð uppi í heiðinni fyrir ofan Sandgerðishverfið sein nú er. Rústir sjást þar allmiklar, en þó lítt greini- legar. Sjá má bæjarrústina sjálfa, þannig: að bæjardyrnar sjást glöggt og þvertóft austurúr þeim, nál. 12 al. löng og 6 al. breið, Svo er gangur beint inn frá dyrurn, og önnur þvertóft austurúr honum litlu innar og er sú styttri en hin. Inst er baktóft beint inn úr ganginum, og er hún minst. An efa hafa einnig tvær þvertóftir gengið vesturúr ganginum, gagnvart hinum er austurúr ganga. En það sést ekki, því þar eru tvær nýlegri tóftir, sem snúa fram, og hafa víst verið peningshús frá Sandgerði, gjörð eftir að Uppsalabærinn var aflagður. Fyrir túngarðí sér glöggt, og hefir túnið verið feykistórt. Enda er það sögn, að Uppsalir hafi verið annað mesta stórbýlið á Suðurnesjum. Melaberg eitt var stærra. — Fyr- : ir brunni sér í dæld niður frá rústinni. Meðan þessi bær var í blóma , sínum, hefir Sandgerðishverfið ekki verið til sem bygð, en að eins sem sjóbúðir ef til vill. Austurhluti Sandgerðis-túnsins, sem nú er, hefir þá verið akurlendi. Sjást þess glögg merki, því samhliða garðlög tnynda þar

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.