Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1903, Síða 51

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1903, Síða 51
brotið burt gamla túnið í Stakkavík, sem var fyrir neðan brekkuna Stóð bærinn þar frant yfir 1850. Nú er rúst hans lítill hólmi. Mest hefir sandurinn borist austur yfir ósinn er hann var lagður með .ís, hefir svo borist austur og upp í heiðina fyrir suðaustan Vogsósa. (— Þá er eg var ungur, heyrði eg þann bæ ávalt nefndan Vogshús, enda er hann nefndur svo í fornbréfum —). Þá er sandgeirinn var kominn upp í heiðina, fór hann breikkandi suður og austur á við, og eyðilagði smámsaman jarðirnar: Strönd, Vindds og Eimu með afbýlum þeirra. Dálitið er þar nú farið að gróa upp aftur. A Strönd gerir þó enn ýmist að gróa eða blása upp. Svo er að sjá af rústabungum, að á Strönd hafi upp á síðkastið verið tveir bæir; Efribær og Fremri bær. Kirkjugarðurinn og kirkjan stóð fyrir framan hlað Frambæjarins. Þó var þar sund á milli, og er sagt að þar hafi verið uppsprettulind, kölluð Sœlubuna. Af hjáleigum eru nefndar: Krókur norður á túninu, þar er enn dálitil roftorfa, Sigurðarhús litlu aust- ar og Stórhóll fyrir norðan tún. Að vestanverðu er ekkert kot nefnt. Þó hefir vist eitt býli verið þar. Það sýna girðingar. Túngarður Strandar að vestan sést gjörla ofan írá aðalgarði (sjá síðar) og til sjávarkambs. En nokkru vestar er annar garður, samhliða, mannvirki mikið og beinn að kalla. En fáum föðmum vestar er Htið garðlag, bogadregið. Milli stóra garðsins og Strandartúngarðs hefir víst verið býli og átt þar tún. Mun sá bær hafa staðið skamt frá sjó. Þar er grótbunga, en sést þó ekki hvort rúst er. Þetta er skiljanlegt. Sandfokið kom vestan, og spillti fyrst þessu býli. Það var því lagt niður, en jafnframt var gjör tilraun til að hefta sandinn með því, að hlaða öflugan garð uppeftir túni þess bæjar vestanvert. Hefir í þann garð verið haft mestalt gijótið úr gamla tún- garðinum og úr bænum. Mun hann hafa hlíft nokkuð unt hríð. En alt kom fyrir eitt að lokum. Sveinagerði Og Víghóll munu ekki bæjarnöfn. Sveinagerði er lítil girðing hjá dálitlnm hól norðvestur frá túui. Er sagt að Erlendur lögmaður Þorvarðarsen, sem lengi bjó á Strönd og dó 1576, hafi látið sveina sína leika í gerðinu, en setið á hólnum og horft á. Víg- hóll er langt fyrir ofan tún. Er sagt, að Erlendur hafi reiðst sveini sín- um, er spáði því, að Strönd mundi eyðast af sandfoki. Hafi sveinninn flúið, en Erlendur elt hann upp að Víghól og drepið hann þar. — Með Vindási eru talin: Vindáshjdleiga og Sléttur, en með Eimu: Eimuhjdleiga. Þar er nú farið að gróa upp aftur. — Aðalgarður lá fyrir ofan alla bæi i Selvogi, frá Hliðarvatni fyrir ofan Vogsósa í landsuður að Stórhól, og aft- ur í austur frá Stórhól austur fyrir Nes. Sést hann enn glögt víðast hvar. Fyrir austan Nes sér þó ekki garð austar en nú er túngarðurinn. Þar hefir þó eyðst fyrir víst eitt býli; Snjóljshús, í nesinu sem bærinn Nes hefir nafn af. Þar er nú sundvarða og heitir Snjólfshúsavarða. An efa hefir aðalgarðuricn legið fyrir austan Snjólfshús. En hann hefir lík- legast verið færður þangað sem hann er nú, eftir að þau voru komin í 7*

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.