Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1903, Page 52

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1903, Page 52
52 eyði, og þá bygður aftur úr sama grjótinu, en sandur hulið það, sem eft- ir kann að hafa orðið. — Þvi milli Seivogs og Þorlákshafnar er alt land- ið blásið og sandrokið neðan frá sjó upp í Selvogsheiði. Nokkurt mel- gras er farið að spretta þar víða, og er ekki vonlaust, að það grói upp. Verst er, að frá Hafnarskeiði kemur nýr og nýr sandur í austanstormum. 40. Þorlakskófn er nefnd hér vegna þess, að ein sjóbúðin þar, fyrir vestan bæinn, hefir frá ómunatíð verið nefnd Kirkjubúðin, og bendir það til þess, að einhvern tima fyrrum hafi þar verið kirkja, þó hvergi sé þess raunar getið. Að öðru leyti eru engin forn mannvirki í Þorlákshöfn, (en því meira af nýjum mannvirkjum). Sagt er að meiri hluti Ölfusár hafi fyrrum haft útfall sitt fyrir vest- an Miðöldu á Hafnarskeiði. Sá eg fyrir rúmum 20 árum skrifað kver, sem Magnús sál. Arnason i Vatnsdal átti. Þar á voru vitnisburðir margra Ölf- usmanna um reka Hrauns í Ölfusi. Hafði Brynjúlfur sýslumaður Sigurðs- son í Hjálmholti (ý 1771) tekið þingsvitni um það. Bar þeim saman um, að útfall Ölfusár hefði verið fyrir vestan Miðöldu. Sögðust sumir, er gamlir voru, muna það sjálfir, en aðrir greindu sögumenn, er munað hefðu. Fleira man eg ekki úr kverinu. Nú hefi eg spurzt fyrir um kver þetta, en einskis orðið visari. Er hætt við að það sé glatað. — Meðan þetta vestra útfall árinnar hélzt, hefir það hamlað sandfokinu vestur á við; en síðan hefir það útbreiðst svo mikið, sem kunnugt er.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.