Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1905, Side 1
Rannsókn
f x
i Arnesþingi sumarið 1904
(að nokkru leyti áður undirbúin).
Eftir
Brynjúlf Jónsson.
Þó margt sé áður ritað um ýmsa forna staði og fornar minjar
í Arnessþingi, hefir þó enn margt verið eftir, sem athuga þurfti og
rita um. Því kom stjórn Fornleifafélagsins ásamt um það við mig,
að gjöra gangskör að því í sumar. í því efni hafa ýmsar eldri at-
huganir mínar, sem lijá mér lágu, komið í góðar þarflr. Set ég alt
slíkt hér fram í einni heild, og tek fyrst eystri hlutann (austan
Hvítár) og þá hinn vestri, og byrja neðantil á báðum.
Eg hefi oft orðið þess var, að jafnvel kunnugir menn hafa verið
i vafa um, hvernig skilja eigi sumt, sem Laudnáma segir um land-
námin á neðanverðu svæðinu milli Þjórsár og ölfusár. Kemur
þetta af því, að mörg örnefni og sum bæjanöfn, sem þar eru talin,
eru nú týnd eða breytt. Er og landslagið talsvert umbreytt frá þvi
sem þá hefir verið, mest af ágangi sjávarins á landið, en sumstaðar
af sandfoki.
Það getur ekki verið neitt vafamál, að á þessu svæði, ■— eins
og t. d. á Suðurnesjum og víðar, — hefix' lanclið sigið niður og lækk-
að frá því sem fyr var. En þessu heflr miðað svo hægt, að menn
hafa ekki orðið þess varir, eða merkt áhrif lækkunarinnar, fyr en
stórflóð kom, og braut meira eða minna traman af jarðveginum við
sjávarmálið. Þá kom það í ljós, að bei’gið, sem undir lá — og það
er á þessu svæði alstaðar hi’aun, — var lœgra en svo, að par hefði
nokkurntíma getað myndast jarðvegur, vegna sjávai’ins, ef það hefði
ekki verið hœrra áður. Og svo hefir sjórinn smámsaman fært jarð-
vegsbrúnina lengra uppeftir, og gerir það sumstaðar enn. Bei’gið er
orðið nógu lágt til þess. Þó má enn nokkuð verjast með sjógörðum,
eins og þegar er gjört á Eyrai’bakka og Stokkseyi'i. — Bei'gið, sem
sjórinn liefix' bi'otið jarðveginn ofan af, verður þaðan af að fjöru-
1