Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1905, Síða 2
•>
hlöppunij sem jafnan eru í kafi um flóð. Ér nú brimgarðurinn þar,
sem áður var ströndin, þar er jarðvegurinn tók þá við með túnum
og bæjum. Það er lika vissa fyrir, að bæir stóðu áður þar, sem nú
ganga oft flóð yfir. Og örnefni í fjörunni benda til, að þar hafi
bæir verið. Verður slikt skiljanlegt af því sem nú hefir sagt verið.
Sandur hefir hér einkum gengið á landið vestur frá Þjórsá og
austur frá ölfusá. Jökulaurinn, sem þær bera fram, verður sum-
part eftir i botninum þar, sem straumlitið er orðið, og mvndar þar
grynningai'; sumpai't berst hann í sjóinn; en sjórinn rótar lionum
upp að ströndunum, og ber liann þar sarnan i sandöldur, sem fara
sívaxandi. Þannig er Loftstaðaalda milli Þjórsár og Baugstaðasíkis
mynduð af jökulaur úr Þjórsá. En Hafnarskeiðs (»Vikarskeiðs«)
sandaldan er mynduð af jökulaur úr Ölíusá. Þá er sandöldurnar
eru orðnar þurrar ofan, fýkur sandur úr þeim, bæði uppá landið og
upp í árnar sjálfar. Við það aukast grynningarnar. En það bæta
árnar sér upp með því, að vikka út farvegi sina og brjóta löndin
til hliðanna. Þannig hefir Ölfusá feykimikíð breikkað fyrir ofan
ósinn og færst austur á við, svo að jafnvel ós hennar, Alfsós eða
Alfós hínn forni, er nú ekki lengur á sínum upprunalega stað, held-
ur er útfall árinnar nú miklu austar. Þjórsárós hefir færst til í
manna minnum, og allur er farvegur hennar útvikkaður oían frá
Egilsstöðum. Af þessum orsökum er það eigi að undra, þó lands-
lag hafi breyzt og örnefni týnst á þeirn stöðum, sem um er að ræða.
Bæði 1902 og 190.-Í hefi ég gert sérstakar tilraunir til áð rann-
saka þetta efni og bera saman við Landnámu, auk þess sem eg hefi
áður liaft það í huga, er eg hefi átt leið um þetta svæði. Og eg
hefi notað hvert tækifæri, sem kostur var á, til þess að fræðast af
þeim mönnum, er lengst mundu fram og gjörst höfðu tekið eftir
breytingum, er orðið höfðu í minni þeirra. Er slikt gott til saman
burðar, enda þótt hinar helztu breytingar séu eldri en svo, að nokk-
ur, sem ég náði í, hafi munað þær.
Tek eg nú fyrst fyrir neðstu landnámin og vil leitast við að
skýra frásagnir Landnámu um þau, bera þær saman við örnefni og
landslag á þeim stöðum, svo og skýra frá lands-spjöllum, er þar
hafa orðið og þar af leiðandi breytingum á landslagi og örnefnum,
að því er eg fæ næst komist.
Landnám Lofts gamla.
Svo segir í Landnámu (V. 8.): »Loptr, son Orms Fróðasonar,
kom af Q-aulum ungr at aldri ok nam fur utan Þjórsá milli Rauðár