Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1905, Síða 3
*>
. >
ok Þjórsár ok upp til Skúfslækjar ok Breiðumýri alla eua eystri
upp til Súluholts ok bjó í Gaulverjabæ». örnefni þa.u, sem hér eru
nefnd, haldast enn, nema «Breiðamýri hin eystri« og «Rauðá». En
svo vill vel til, að um hvorugt getur verið að villast. »Breiðamýri
hin eystri« er hið mikla mýrasvæði austur frá Gaulvcrjabæ, sem nú
heitir, suðaustan til Miklavatnsmýri. Hefir hún náð að Skúfslæk
meðan hann rann svo miklu sunnar en nú rennur hann, sem síðar
mun getið. «Rauðá» hefir þá heitið neðsti hluti Hróarsholtslækjar
hér um bil ofan frá Meðalholtum til sjávar. Kú heitir útfall hans
Baugstaðasíki. Það skal þegar tekið fram, að þessi lækur hefir 3
nöfn í Landnámu: Efst heitir hann Hraunslækur; því hann kemur
undan Merkurhrauni og er kendur við það ofan á móts við Neista-
staði eða jafnvel Hraungerði. Þá heitir hann Hróarslœkur fyrir
Hróarsholtslandi og hér um bil ofan til Meðalholta. En þaðan heitir
hann Rauðá til sjávar. A og það nafn vel við, því þar er hann
orðinn mikill sem á, og hefir rauðleitan lit af mýraleiri. Hefir því
landnám Lofts, — að meðtöldu því landi, sem hann gaf Þorviði á
Vörsabæ, — náð yfir alt það svæði, sem Gaulverjabæjarhreppur nær
nú yfir. Þar eru aðeins 3 bæir með sjónurn: Loftsstaðir, Ragnheið-
arstaðir og Fljótshólar. Þeir hafa allir spilzf af sandi og verið fluttir.
A Loftsstöðum er sagt að Loftur hafi haft annað bú, og að bærinn
hafi þá, og langt fram á aldir, staðið á háurn hól, sem þar er fram
við sandölduna. Er mjög fágurt og vítt útsýni af hólnurn. Þá er
bærinn var þar, voru tvær hjáleigur þar, sem Loftstaða-bæirnir
eru nú, — því jörðinni er skift í tvent, •— hét Strympa þar sem nú
eru hús á Eystri-Loftsstaða-hlaði vestantil, en Grilla þar, sem enn
sér rústina í Vestri-Loftsstaða-túni. Starengisdæl war þá milli hóls-
ins og hjáleigutúnanna; þar er nú sandvalllendi nýgróið. Hóllinn er
sagt að hafi mjög blásið upp um tíma, en nú er þar grætt tún að
nýju. Lögðu Loftsstaðamenn mikla stund á að græða upp sandinn
með fiskiúrgangi, meðan þar var góð veiðistöð. En það varð líka
til hjálpar, að Loftsstaðaá tók sér farveg vestur með hólnum, þar
sem hún rennur enn, og varnar hún sandfokinu það sem hún nær.
Eigi er unt að ákveða bæjarrúst í hólnum, því þar eru svo mörg
hús og tóftir frá vorum tíma.
Ragnheiðarstaðir hafa tvisvar verið færðir og sjást rústirnar.
Eru þær nokkuð liáar, því grjótdreifar geyma undir sér leifar af
jarðvegi. Nýrri rústin er nær graslendinu, en hin eldri lengra fram
í öldunni. Þar hefir á sínum tíma nokkuð af grjótinu verið borið
saman í vörðu, sem þó er hrunin, og hefir rústin fengið við það
strýtumynd. Er hún þvi kölluð Strýtu-Ragnheiðarstaðir. Þar sem
1*