Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1905, Qupperneq 7

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1905, Qupperneq 7
7 um hinn uppgróna farveg og þá afrensli Grímsdælar (Grímsá= Skipá) til sjávar. Þó nú séu landamerki nokkuð öðruvísi, kemur ekki þessu máli við. Þá er gera skal grein fyrir fornum örnefnum með sjónum í landnámi Hásteins, verður ekki kornist hjá að lýsa nokkuð strönd- inni, eins og hún er nú og breytingum, er á lienni hafa orðið, eftir því sem næst verður komist. Við Baugsstaðasíki endar hin svonefnda Loftsstaða-alda. Fyrir vestan síkið er fjaran ákaflega breið, enda svo hálend ofantil, að eigi fara nærri öll stórstraumsflóð yfir liana. Þar eru kölluð Baugs- staðagrjót, (oftast nefnd »Grjótin«). Ofantil við þau lækkar aftur, og þar rennur Baugsstaðaá austur eftir lægðinni, þvert gegnum Baugs- staðaland. Fyrir ofan liana tekur graslendið við. Stendur bærinn Baugsstaðir nú á bakkanum fyrir ofan ána, litlu vestar en hún renn- ur í síkið, en lengra vestur með henni er rúst, sem heitir Baugs- staðahjáleiga. Þar, sem Grjótin eru hæst, eru á einum stað flatar hraunklappir; lausagrjót er kringum þær, er sjórinn hefir smámsam- au molað úr þeim, því áður hafa þær náð víðar út. Eftir klöppum þessum liggur forn vegarstúfur; hafa járnaðar hestafætur klappað götur í hraunklöppina, -— líkt og sjá má á gamla veginum yflr Hellisheiði og víðar. ■— Raunar eru götur þessar orðnar mjög brim- sorfnar, þó sjást þær vel enn. En telja má víst, að þær máist af með tímanum. Þær stefna nál. austur og vestur, eða eins og alfara- vegurinn, sem nú liggur ofanvert með Baugsstaðaá; en klappirnar eru neðanvert við hana, og skamt frá henni. Er það augljóst, að þá er þessi vegur var tíðkaðar, hafa engin vanaleg sjávarflóð geng- ið yfir Grjótin. Ber þetta vott um lækkun landsins. Taka verð eg það fram, að eg hefi heyrt ókunnuga gizka á, að götur þessar hafi myndast við sölva- og þangreiðslu úr fjörunni heim að bænum. En slíkt nær engri átt. Eftir því sem þar hagar fjörulónum, hefir sú leið, sem söl og þang er reitt eftir, aldrei legið á þessum stað. Enda væri stefna hraungatnanna þá alt önnur en hún er, eða sem næst norður og suður. Veit eg heldur hvergi til, að götur hafi myndast í fjöru- klappir við sölva- eða þangflutning, því þótt hraungrjót sé eigi all- hart, þá þarf miklu meiri umferð en slikan flutning til að klappa í það götur. Vestanmegin við Grjótin mjókkar fjaran alt í einu, og gengur þar fram graslendis spilda næstum fram undir brimgarð. Er þar við sjóinn stórgrýtiskambur mikill, kallaður Baugsstaðakambur, sem stendur fyrir sjógangi og hefir verndað graslendisspilduna frá því, að verða eins og Grjótin fyrir austan hana, sem bæði sjórinn og
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.