Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1905, Side 14

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1905, Side 14
14 sundtréð, en engar sundvörður verið. Auðvitað er, að þá hefir þar eigi verið sjávarkambur; hann hefir fyrst verið á klöppunum fram undir höfninni, en þokast smámsaman upp eftir þeim, undan sjónum. Var það því auðveldara, sem i kambinum er ekki verulegt stórgrýti og hann eigi sérlega mikill um sig. Klappirnar frá kambinum fram að höfninni eru nú fjara, sem hvert stórstraumsflóð gengur yfir að meiru eða minna leyti. Þessi gamli bær, Einarshöfn, er sagtað hafi farið af í »Háeyrarflóðinu«, húsin öll hrunið, en rnenn þó komist af, nema eitt gamalmenni, sem eigi gat komist burt og því druknaði. Um vorið eftir var bærinn bygður fyrir ofan flóðin. En þar er svo láglent og vatnsfylling svo mikil í rigningum, að þar var ekki vært og var bærinn fluttur þaðan aftur eftir 2 ár. Þar sér enn til rústa. Þá var bærinn Einarshöfn settur á vestanvert túnið á Skúmsstöðum og er hann þar enn. Sést af þvi, að þá hefir einn verið orðinn eigandi beggja jarðanna, liklega verzlunin. Síðan hafa þær verið sameinaðar. Nú er ekkert tún á þeim bæjum; sumstaðar eru þar settir tómthúsbæir, hús eða kálgarðar, sumstaðar er sandur. Aðeins lítill grasblettur er enn bak við bæina upp við flóðin. Því er þetta áðurnefnda stórflóð kallað »Háeyrar-flóðið,« að það spilti svo húsum og túnum á Háeyri, að af þeim orsökum varð að færa bæinn þangað, sem liann er nú. Gamla bæjarstæðið er fyr- ir löngu af brotið og staður þess gleymdur. Það tel eg nokkurn veginn vist, þó ekki hafi eg heyrt sögn um það, að það hafi verið þetta sama flóð, sem olli því, að Hraun var fært þaðan sem Gamla- Hraun er þangað sem Stóra- Hraun er, sem fyr er talað um. Og ekki er efamál, að »Háeyrarflóðið« er sama stórflóðið, sem getið er um 1653, því þó önnur stórflóð hafi komið áður, — sein víst má telja, — þá eru þau nú fallin í gleymsku fyrir löngu. Frá stórflóðinu 1653 er kunnuglega sagt í Árbókum Espólíns (VI. deild, 147 bls.) og set eg það hér: »Áttadagr var á laugardag, en morguninn þar eftir var mikið veður á sunnan og útsunnan með sjávargangi ógurlegum á land upp alstaðar fyrir austan Reykjanes, svo tún spiltust og skip brotn- uðu, mest á Eyrarbakka, í Grindavík og Selvogi suður. Á Eyrar- bakka spilti bæði húsum og fé, þar druknuðu inni kýr og færleikar en sumt úti, og alt spiltist í húsunum. Menn hjálpuðu sér á hólum og hæðum meðan sjávargangurinn var sem mestr, en sjúkr maðr, cr eigi mátti í brottu komast, druknaði í Einarshöfn gömlu. Timb- urhús tók þar upp danskt og flaut upp á Breiðumýri. Varð skaði mikill á Hrauni og Háeyri. Þar tók upp skennnu með öllu er í var, og bar upp i tjarnir, fanst það sumt aftur, Kistlar og annað

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.