Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1905, Síða 18

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1905, Síða 18
18 dálítií græn rúst á árbakkanum nokkuð upp með ánni. Þar hjá, litlu fjær ánni, var önnur rúst með vörðu á. Var mér sagt, að það væri fjóss- og lieygarðstóítin. Rúmum 20 árum síðar var bæjarrústin horfin, fallin í ána, en varðan á fjósrústinni stóð tæpast á bakkanum. Síðan eru liðin önnur 20 ár, og nú er fjósrústin lika horfin. Mér sýnist nú líklegt, að meðan áin lá öll vesturfrá og hafði miklu mjórri farveg, þá hafi bærinn Nes einnig staðið miklu utar (vestar), en verið fœrður undan ánni, ef til vill oftar en einu sinni, áður en sögur fara af. Hafi áin, — sem sennilegt er, — brotið viðlíka mikið hver 40 árin, sem þessi síðustu í mínu mínni, þá gæti hún verið búin að hrekja þenna bæ nokkrum sínnum undan sér. Og nóg er svæðið; breikkun farvegarins austur á við nær nú yfir afarmikið flæmi. Rennur áin þar i kvíslum og eyrar í milli. Aður en ég skilst við landnám Hásteins, vil ég geta þeirra munnmæla, að fyrrum hafi margar eyjar og hólmar verið á Þorláks- hafnarvík. En með því efni þeirra hafi verið eintómur árburður, hafi sjórinn smámsaman brotjð þær burt og borið sandinn upp að landinu. Eigi man eg þó heimild fyrir þessu. Einnig vil eg geta þess, að þar sem orðið «kelda» kemur fyrir hér að framan, þá er það ekki liaft i sinni fornu merkingu, sem er kaldavennsluppspretta (þeirri merkingu lieldur það enn í nokkurum bæjanöfnum), heldur er það haft í sinni nútíðarmerkingu, sem er mýravatmrás, (vanalega grunn og straumlítil og með meira eða minna grasi í botninum, en þó oftast blaut og ill yfirferðar). Kaltlaðarnes. Svo segir Landnáma (V. 9.): »Þórir, son Asa hersis Ingjalds- sonar, Hróaldssonar, fór til Islands ok nam Kaldnesingalirepp allan upp frá Fyllarlæk ok bjó at Selfossi«. Nafnið »Kaldnesingahreppur« er leitt af bæjarnafninu Kaldaðames. En það bæjarnafn er eigi auðskilið, og hefir verið reynt að skýra það á fieiri en einn veg. Svo segja munnmæli, að í fornöld liafi áin verið svo mjó á svæðinu milli Kaldaðarnes og Arnarbælis, að þar hafi mátt kallast á yfir um hana, og af því hafi bærinn íengið nafnið, Kállanarnes, en svo hafi an- breyzt í að-, — að sínu leyti eins og Finnr er stundum breytt í Fiðr, — og þannig orðið Kallaðarnes; þá hafi og Kall- breyzt í Kald-, að sínu leyti eins og ö/hmgis í ö/dungis, — og þá var það orðið Káldaðarnes. Er þessi skýringin víst elzt og almennust. Og það er nú ekki ólíklegt, að fyrrum hafi áin verið miklu mjórri, — og að því skapi dýpri, —. en hún er nú, á þessu svæði og lengra

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.