Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1905, Page 28
landið bygðist. Og saraa er að segja um Laxá. Hún hefir einhvem
tíma á liðnum öldum runnið suðvestur yíir Skeiðin út í Hvítá. Það
Það sýnir forn farvegur. En hann hefir verið þornaður og uppgró-
inn fyrir æfalöngu þá er Olafur kom. Á landnámsöldinni hefir
Þjórsd eigi borið það nafn á þvi svæði, sem með fram Skeiðunum
liggur. J’eir, sem þar bygðu austan megin hennar, hafa kallað hana
Kaldá. Það sýnir bæjarnafnið Kalddrholt. Sá bær stendur þar á
austurbakka hennar. Og nafnið Kaldd er svo mikið réttnefni um
einhverja hina köldustu á landsins, að undra má, að það náði ekki
yfirhönd. En skiljanlegt verður það með því móti, að Skeiðamenn,
sem á svo löngu svæði áttu land að ánni, hafi gert sér far um að
halda fram Þ/or.w-nafninu. Og það gat verið fylgismál frá þeirra
hlið, hafi samband verið milli ættanna Olafs tvennumbúna og Þór-
arins Þorkelssonar. Og Trausta-nsiimb gefur bendingu um, að svo
hafi verið: Helgi trausti var sonur Olafs; og bærinn Trausta-holt
í landnámi Þórarins hefir víst verið kendur við nafn eða viðurnefni
manns. En það nafn er svo sjaldgæft, að manni hlýtur að detta í
hug, að hér sé að ræða um menn af sömu ætt. Það er í þessu,
eins og svo mörgu öðru, að þar sem enga vissu er að fá, verður
maður að láta sér nægja það, að benda d likur.
Suðvesturtakmarkið á landnámi Olafs er ekki hægt að ákveða
nákvæmlega. Landamerkin milli þeirra Olafs og Özurar í Kampa-
holti hafa verið einhversstaðar á Merkurhrauni og svo beint
austur í Þjórsá. En Merkurhraun er all-mikið svæði. Austan við
hraunið, milli þess og Kílhrauns, er mýrlend grasslétta, sem heitir
Áshildarmýri. Hún á að vera kend við Áshildi, konu Olafs. Frá
þeirri mýri gengur laut mikil alla leið vestur úr hrauninu. Hún
heitir Merkurlaut. Sunnan við mýrina og vestan við lautina skift-
ast vegir þá er frá Olafsvöllum er komið; liggur annar ofan með
lautinni niður i Flóa, en hinn til Hraunbæjanna niður við Þjórsá.
Þetta eru að líkindum gatnamótin, sem Landn. nefnir. Litlu fyrir
neðan gatnamótin er stór hraunhóll, er heitir Axarhóll. I honum
er sagt að Þorgrímur orrabein hafi verið heygður, hafi exi hans
fundist þar síðar, og sé hóllinn kendur við hana. Nú sjást engin
merki þess, að þar hafi haugur verið eða dys. En sögnin um axar-
fundinn bendir á, að dysin hafi verið rofin og leitað í henni. Hafa
þá þar, eins og víöar, öll verksummerki verið eyðilögð. Ofantil
við mýrina er annar hraunhóll, miklu minni. Hann heitir Áshild-
arhóll, og sagt, að Áshildur liggi þar. Ekki sjást heldur nein merki
til þess. En skamt er þaðan að Axarhól og sést hann gjörla. Get-
ur þetta ef til vill bent á, að Áshildur hafl harmað Þorgrím dauðan.