Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1905, Síða 31

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1905, Síða 31
31 verið Ofeigur sem notaði þessa beit. Sé nú gert ráð fyrir að Ofeig- ur hafi átt Geldingaholt, þá verða landamerkin eigi allöngum spöl fyrir ofan Miðhúsafjall. Og þá mega orðin »upp til Kálfár« til sanns vegar færast að nokkru leyti. Ofan þangað, sem landamerk- in þá hafa verið, er aðalstefna Kálfár í suðvestur; en þaðan rennur hún í suður til Þjórsár, og þar nær austurhlutinn af Miðhúsalandi upp til Kálfár. Raunar heflr liún ýmislega breytt sér á þessu svæði. En eftir því sem bezt verður ráðið af fornum farvegum henpar, heflr þetta engu síður átt við fyrrum en nú. Eftir þessu verður landnám Þrándar raunar talsvert minna um sig en landnám Ofeigs. Samt er það bæði gott og mikið land. A því standa nú 5 bæir, allir fremur góðir; það eru: Sandlækir tveir, Skarð, Þrándarholt og Miðliús. Og þar við rná bæta Skannnbeinsstöðum, sem nú eru í eyði. Sá bær stóð fyrir austan Miðhúsafjall og átti land upp til landamerkja Gieldingaholts. Þar á móts við fyrir austan Kálfá er bærinn Hof. — Hann er í landnámi Þonnóðar, og bendir það til þess, að hans eftirmenn hafi orðið höfðingjar hreppsins um lnið. — Á Hofi var kirkja lengi, og hún eignaðist Skammbeinsstaði. Lögðu Hofsbændur þá í eyði og notuðu landið, og helzt það enn. Þó Landn. nefni Miðhús, sem fyrsta bústað Þorbjarnar laxa- karls, þá má nærri geta að hann heflr eigi gefið bænum ]>að nafn þá þegar, meðan þar voru engir aðrir bæir. Nafnið Miöhús gat fyrst átt við þegar bæði var búið að byggja Þrándarholt og Skamm- beinsstaði; þar eru Miðhús mitt á milli. Og sennilegt er, að þar hafl síðast verið bygt af þessum 3 stöðum; þar heflr verið auðn frá þvi Þorbjörn fór þaðan og þangað til Þrándur var kominn og bygð farin að þéttast í landnámi hans. Hitt er annað mál, að bær var þar kominn þá er Landn. var rituð, og líklega fyrir löngu. Urn Ofeigsstaði er þess að geta, að þeir hafa staðið á mjóum rana fyrir vestan tún í Steinsholti; er þar mýrarsund á milli. Vest- an við Ofeigsstaði er djúp gróf, og heflr túnstæðið verið lítið. Þess vegna mun það hafa verið, að aðalbólið hefh' snennna verið fært austur fyrir mýrarsundið. Það hefir að líkindum gert maður er Steinn hét og nefnt bæinn eftir nafni sínu. Ofeigsstaðir hafa samt verið bygðir langt fram á aldir: rústirnar þar eru ekki fornlegar. En þá hefir þar að eins verið hjáleiga. Það var á sinum tíma fjöl- bygt hverfi: Steinsholtshverfið. Haldast enn i munnmælum nöfn kotanna, og virðist réttast að geta þeirra. Gata var á vesturbarmi grófarinnar andspænis Ofeigsstöðum. Þau voru kölluð einu nafni Vesturkotin. Bali var norður á túninu; hann er enn bygður og Vesturkotin lögð til hans. Austurkot voru 3: Hringariki, Lundún og

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.