Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1905, Blaðsíða 32

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1905, Blaðsíða 32
T)nmdur. Auk þess voru Þorsteinsstaðir inn í fjalli og Austurhlíð niður við Kálfá. Hún er enn bygð. Austurkotin voru lögð undir heimajörðina og hafa rústir Lundúna og Hringaríkis verið sléttaðar út í mínu minni. Um Lundún er sagt að sé þulan: »Það er lag í Lundún«, o. s. frv. (hana kunni gömul kerling þá er eg var barn). Drundur er utantúns og sér þar fyrir lítilli rúst og mjög litlu tún- stæði. Um Olaf nolckurn, er þar bjó, er þessi vísa: Olafur með illa lund er mér sagt að búi í Drund. Bæði á hann börn og sprund, býsnalítið fé á grund. Það má nærri geta, að lífskjör manna í slíkum smákotum hafa eigi verið löguð til að gera þá glaðlynda, eða með góðri lund. Þar hefir fátt verið til að gleðjast við. En kröfurnar til lifsins hafa þó verið ólíku minni en nú. Mörg eru eyðikot í Gnúpverjahreppi, víðar en í Steinsholts- hverfinu. En ekki verða þau talin hér. Aðeins verður að geta um tvö kot hjá Þjórsárholti. Þar er hæð fyrir ofan bæinn, kölluð Þjórsárholtsholt. Norðaustan undir henni er rúst Dofrastaða (eða Dofurstaða), sem Daníel Bruun höfuðsmaður getur um í Fylgiriti við Árbókina 1898, bls. 43. Hitt kotið hét Alviðra. Það er í dálitl- um hvammi vestan undir holtinu. Þvi get eg þessa kots, að mér þykir rúst þess að vissu leyti merkileg, þó hún sé ekki stór. Garð- ur heíir verið lagður yfir um þveran hvamminn að framanverðu og er tóftin í garðs stað, það sem hún nær, þannig, að gaflarnir ganga inn í hvamminn, nál. 2 faðm., og bakveggurinn, nál. 6 faðm., sam- tengir þá að aftan, en framveggur sést ekki. Þar hefir verið þil- veggur. Þessi rúst er þannig eitt af mörgum dæmum upp á það, að fornmenn höfðu bæina í túngarðs stað, þar sem þeir stóðu við tún- ið. Og hún er líka dæmi upp á það, að stundum voru framgaflar eða framhliðar íbúðarhúsa gerðar af við einum. Bjó eg þvi til upp- drátt af rústinni og hvamminum. Enn er eftir að minnast á Grettistak norðan í Skaftholtsfjalli. Það er líklega kent við Ofeig Gretti, því ekki er þess getið, að Grettir Ásmundsson hafi nokkurn tíma komið á þær slóðir. Það eru 2 steinar misstórir, og er hinn stærri reistur upp við hinn minni. Með lagi og ráðum hafa menn ef til vill getað komið honum svo fyrir. En merkilegast við hann er, að steintegundin í honum er ekki úr Skaftholtsfjalli. Það fjall er úr blágrýti (basalt). En steinn- inn er úr þursabergi (breccie), sem hvergi er þar nær en i Núps-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.