Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1905, Page 34

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1905, Page 34
34 Akurgirðingar. í landi jarðarinnar Fossness í Grnúpverjahreppi er dalur sá, sem Sauðhúsdalur heitir. Hann liggur inn með Þverá eigi allskammt frá bænum. í innanverðum dalnum er brekka sú, er Garðabrekka heitir. Hún liggur við suðvestri. Ncðan undir henni endilangri er forn garður, sem þó er horfinn undir aurrensli í báða enda. En samt er lengd hans um 60 faðmar. Samhliða honum er annar garð- ur ofan til í brekkunni. Af báðum endum hans er brotið, og er hann nú nál 45 faðmar. Milli þeirra er hæð brekkunnar 32 faðm- ar, og er þeirri spildu skift, með 2 bognum þvergörðum, í 3 hluti. Er miðhlutinn nál. 25 föðmum á breidd, en breidd hinna verður ekki ákveðin, því þar eru rofbakkar báðum megin. I austasta hlutanum er hólbunga út úr brekkunni, og er bogadreginn aukagarður neðan- undir henni. Hann á ekki saman við hina garðana og er að lík- indum eldri girðingarbyrjun, en verið hætt við hana aftur, þá er öll brekkan var tekin til akuryrkju. Því án efa eru þetta akurgirðing- ar. Hefir brekkan verið valin af því hún liggur svo vel við. I Akrabrekku hjá Stóra-Núpi sér fyrir svipuðum girðingum; eru þær heldur minni, en fieiri samhliða. Milligarðar eru þar mjög óglöggir orðnir; má og vera að þeir hafi að nokkru leyti verið sléttaðir út í seinni tíð, því Akrabrekka er í túninu. Þó sér fyrir þeim, ef vel er að gáð. Varla kemur til mála að þessar akui’girðingar i Garða- brekku hafi tilheyrt Fossnesi og verið svo langt t'rá bænum. Þar heima hefir og verið akurreitur í Akurhól suunan í túninu. Muu bær hafa verið í Sauðhúsdal, þó þekkjanleg bæjarrúst sjáist þar ekki. En fornleg tóft er þar neðan undir girðmgunni vestarlega. Hún er óskift, 8 faðma löng með dyr á suður enda. Nokkru fjær er aflang- ur hringur, 12 og 8 faðmar í þvermál, og enn önnur smátóft milli hans og brekkunnar. Öll eru þessi mannvirki fornleg. Á lækjar- bakka skamt frá eru seljatóftir frá seinni tímiun. Þær geta verið bygðar ofan á bæjarrúst. Laxþurkunarhj allur. Fyrir ofan Hrepplióla eru margir misháir hnúlcar, og eru það hólarnir, sem bærinn hefir nafn af. Eru 3 þeirra stærstir. Sá af þeim þremur, sem næstur er bænum heitir Hjallás. Up|)i á honum er gi'jóttóft, 8 ál. löng og 3 ál. víð. Veggirnir eru sumstaðar heilir og eru þeir lJ/4 al. þykkir. Nafn ássins bendir til þess, að þetta sé hjalltóft, enda getur luiu ekki annað verið. Raunar mætti liugsa

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.