Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1905, Side 36
nuraið Mástungu. Hann seldi Þorbirni jarlakappa »alt fyrir neðan
Selslæk, á railli ok Laxár«. Selslækur er nú án efa sama sem Litla-
Laxá. En hún rennur eftir endilöngum hreppnum og hefir víst skilið
landnám bræðranna, svo að af henni verður ekkert ráðið um það,
hve langt það land, sem Þorbjörn keypti, náði upp eftir. Og þó
Már liafi fiutt sig að Mástungu, er sama óvissan um Másstaði fyrir
því. En hafi Þorbjörn eigi eignast nema nokkuð af landnámi Más,
neðan tíl, — sem helzt er að ráða af orðalagi Landnámu, — þá
verður að hugsa sér Másstaði ofarlega í hreppnum, ef til vill þar,
sem nú heitir Hrunakrókur. Þar er fagur dalur, lengst til fjalla,
og þar eru mikil fornmanna virki. En þar er mjög mikið vetrar-
ríki. Má vera að fjármissir hafi neytt Má til að selja land og ef
til vill til að flytja burtu. — Auðvitað legg eg ekki áherzlu á þetta,
þó eg slái þvi fram.
Þá er nú komið að vesturhlutanum: vestan Hvitár og ölfusár.
Þirigliolt í Ölfnsi.
Svo segir Landnáma (V. 13.) »Ormr (hinn gamli) nam land
fyrir austan Varmá til Þverár ok um Ingólfsfell alt ok bjóíHvammi;
hans son var Darri faðir Arnar«.... Þverá, sem hér er nefnd hlýt-
ur að vera Tunguá í Grafningi. Til þess getur um enga aðra á
verið að ræða. Arnar Darrasonar er getið á þann hátt, að auðsjáan-
lega er gert ráð fyrir, að lesandinn kannist við hann. Hefir hann
vist verið höfðingi og án efa bygt fyrstur í Arnarbæli; mun það
liöfuðból við hann kent. Hann hefir átt mannaforráð um ölfus fyrir
austan Varmá. Norður frá túni í Arnarbæli er lágt holt, er Þing-
holt heitir. Eigi vita menn tildrög til þessa örnefnis, og mun það
vera fornt. Ef til vill er það sveitarþingstaður Ai’nar. Holtið er
aflangt frá norðri til suðurs, og er það uppblásið eftir endilangri
miðjunni, en óblásið utan með. Þar eru á því margar tóftir, en
fiestar eru þær frá seinni tímum: það er fjárhústóft ein nýleg og
margar stekkjartóftir, misgamlar að sjá. Að eins ein tóft er þar veru-
lega forn, og er hún svo niður sokkin og óglögg, að ekki er hægt
að mæla hana. En allstór er hún að sjá og eigi ólíkleg til að vera
forn búðartóft, þó það verði nú ckki fullyrt, þar eð cigi sjást fleiri
á hennar reki. Þær geta nú verið eyðilagðar, hver veit hve marg-
ar, bæði verið blásnar burtu, og líka verið teknar upp i hinar nýrri
tóftir. En þótt það geti verið, og þótt, meira að segja, engin ólík-
jndi séu á því, þá vantar sarat vissuna um það. Að eins hafn-