Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1905, Qupperneq 37

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1905, Qupperneq 37
37 ið Þingholt gefur bendingu um þinghald á þeim stað. Og þar eð þess þinghalds er hyergi getið, þá liggur nærri að ætla, að það sé eldra en söguöldin. En hún byrjaði eiginlega með alþingi. Til eru að vísu örnefni kend við þing, sem þó eru frá seinni öldum. Sýslu- menn settu þing á ýmsum stöðum til að dæma afbrotamenn. En vanalega eru þá þar nálægt örnefni kend við gdlga. Hér er ekkert slikt örnefni. Þykir mér því líklegra, að Þingholtsnafnið hafi eldri uppruna. Hallsteinn á Hjalla. Hér vil eg nota tækifæri tíl að benda á það, að þá er eg rit- aði grein mína »Um bæ Þórodds goða« (Arb. 1895, bls. 24), lézt mér eftir að geta þess, að Landnáma styrkir mál mitt dálítið (V. 8.), er hún getur Hallsteins á Hjalla og Rannveigar systur hans, móður Skafta lögsögumanns. Það er eins og söguritarinn eigi það víst, að les endur kannist við »Hallstein á Hjalla«. Það lítur út fyrir, að Hall- steinn hafi enn verið nafnkunnur þá er Landn. var rituð, og það einmitt fyrir það, að hann var á Hjalla. Hefði Hallsteinn verið að engu merkur, en söguritarinn þó þekt hann og eigi viljað sleppa honum, af því hann var móðurbróðir Skafta, þá hefði hann liklega látið nægja að segja: ok voru þeirra börn Hallsteinn ok Rannveig móðir Skafta o. s. frv. En í þess stað nefnir hann »Hallstein á Hjalla« sem nafnkunnan og án efa merkan mann, er hafi orðstír sinn svo tengdan við Hjalla, að ekki þurfti annað til að minna á hann, en nefna bæjarnafnið. Til að verða nafnkunnur, þurfti mað- ur vanalega eitt af tvennu: að vinna afreTcsverk, ellegar vera í peirri stöðu, að mikið bœri á manni. Hefði nú Hallsteinn á Hjalla gert afreksverk, þá hefði Landnáma óefað getið þess; því er hún vön. Hygg eg því, að Hallsteinn hafl verið í þeirri stöðu á Hjalla, að mikið hafl á honum borið. Og hver er líklegust að sú staða hafi verið? Sennilega sú, að hann hafi varðveitt þar bú fyrir Þórodd mág sinn þangað til Skafti var svo þroskaður, að hann gat tekið við því. Þá gat Þóroddur setið í hinu öðru búi sinu að Hrauni (Alf- ósi?). En auðvitað hefir hann, eins og auðmönnum var títt, »farið milli búa sinna«, og því stundum setið að Hjalla lengur eða skemUr. Viðvíkjandi jarðeldinum sanníærðist eg enn betur um það í sumar, að af Þverár hraunflóðinu gat Hjalla enginn ótti staðið; auk þess sem þar er nokkur laut í milli, er hallinn svo mikill í aðra átt. Fremur er hugsanlegt, að Hjallamenn hefðu óttast Brunann; hann er þar hálfu nær. Þó var strax auðséð, að hallinn mundi ríða baggamuninn, sem hann hefir líka gert.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.