Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1905, Qupperneq 38

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1905, Qupperneq 38
38 Landnám Gríms og „leiör- hans. Svo segir Landnáma (V. 12.): »Grímur fór til íslands olc nam Grímsnes alt upp til Svínavatns, ok bjó í öndverðunesi fjóra vetr, en síðan at Búrfelli«. I sama kap. segir hún: »Ketilbjörn nam Grímsnes alt upp frá Höskuldslæk ok Laugardal allan ok Biskups- tungu upp til Stakksár ok bjó at Mosfelli«. Og enn segir hún í sama kap: »Hallkell, bróðir Ketilbjarnar sammæddr, kom til ís- lands.... Ketilbjörn bauð at gefa honum land. Hallkatli þótti lítil- mannlegt at þiggja land ok skoraði á Grím til landa eðr hólmgöngu. Grímr gekk á hólm við Hallkel undir Hallkels hólum ok féll þar, en Hallkell bjó þar síðan«. Af þessum landnámsmönnum er Grím- ur án efa elztur og hefir komið út fyrstur þeirra, jafnvel langfyrst- ur. Hefir Grímsnesið nafn af honurn og hefir það verið búið að ná festu, er Ketilbjörn kom. Er að sjá af Landnámu, að Grímur hafi lifað nokkuð lengi; þar sem hún segir, að hann bjó fyrst fjóra vet- ur í öndverðunesi, en siðan að Búrfelli, þá virðist það liggja bak við orðin, að aðalbúskapartíð sína hafi hann setið að Búrfelli. Hann nam land »upp til Svínavatns«. En Svínavatn er talsvert austar en Höskuldslækur. Því mun Grímur ekki hafa miðað landnám sitt að neðanverðu við þann læk. Hann mun heldur hafa sett merkjalínu úr Svínavatni beint niður að Hvítá, eða að minsta kosti til Hest- vatns og Hestlækjar, þó það sé ekki tekið fram. Svo kemur Ketil- björn gamli og nemur land »alt upp frá Höskuldslæk«. Er auðsætt að hann hefir tekið sneið, og hana eigi litla, austan af landnámi Gríms. Þar með mun Hestfjall hafa fylgt, sem báðum mun hafa þótt eigulegt. Hvað svo heflr fleira farið milli þeirra nágranna, er ókunnugt um; en geta má nærri, að eigi muni það hafa verið sei'- lega vinsamlegt. Að vísu hefði eigi þurft undanfarna óvild milli ættanna til þess, að Hallkell sýndi stórmensku sína í því, að bjóða Grími hólmgöngu. En eigi hefði hann þó gjört það, ef þeir Grímur og Ketilbjörn hefðu verið vinir. Og maður fær bendingu um óvild- arefnið með því, að bera Landnámu saman við landslagið, eins og nú var gert í fám orðum. — Hallkellshólar, þar sem þeir börðust, halda menn að hafi verið Seyðishólar. En bærinn, sera Hallkell bjó á, getur enginn annar verið en sá, sem nú heitir Klausturhólar. Þó virðist sá bær eigi kendur við Seyðishóla, heldur við aðra hóla fyrir utan og ofan bæinn. Getur eins vel verið, að þeir hafi barist þar. Þúfa ein í Klausturhólatúni, vestur við túngarðinn, hefir verið kölluð »Grímsleiði«. Hana skoðaði eg í sumar (1904), og sá strax, er eg leit hana, að liún er ekki annað en framhlaupið stykki úr
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.